Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Fréttamynd

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur

Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar

Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku

Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns.

Innlent
Fréttamynd

Sagðir hafa rætt um að drepa sósíal­ista­leið­toga

Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun

Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna.

Innlent
Fréttamynd

„Viljum við búa í þannig samfélagi?“

Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir.

Innlent
Fréttamynd

Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu

Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds

Lögreglan krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir einum þeirra sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við mögulega hryðjuverkaógn. Búið er að boða til blaðamannafundar á morgun klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Enginn blaða­manna­fundur í dag vegna meintrar hryðju­verka­ógnar

Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag

Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega.

Innlent
Fréttamynd

Finnst fá­rán­leg kenning að maðurinn tengist öfga­hópum

Að­stand­endur eins þeirra sem situr í gæslu­varð­haldi grunaður um að undir­búa hryðju­verk kannast alls ekki við að hann hafi að­hyllst öfga­kennda hug­mynda­fræði eða átt í nokkrum sam­skiptum við er­lenda pólitíska öfga­hópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stór­fellda fram­leiðslu á skot­vopnum, meðal annars með þrí­víddar­prentara, og sölu á þeim.

Innlent
Fréttamynd

Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum

Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi.

Innlent