Síldarvinnslan

Verðlagning Vísis við samruna inn í Síldarvinnslunna
Forsvarsmenn Vísis og Síldarvinnslunnar virðast hafa náð lendingu um verð sem tekur bæði tillit til rekstrarvirðis fyrirtækisins, sem er töluvert lægra en upplausnarvirði aflaheimilda Vísis, og verðmætis aflaheimilda. Ef til vill er hér komin uppskrift að verðlagningu óskráðra sjávarútvegsfyrirtækja í þeirri samrunahrinu sem þarf að eiga sér stað á næstu árum.

Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni.

„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel.

Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi
Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu.

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kynslóða
Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi
Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni

Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkar um níu prósent eftir kaupin á Vísi
Fjárfestar hafa tekið vel í áform Síldarvinnslunnar um að kaupa allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík en gengi bréfa félagsins hefur hækkað um liðlega níu prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun.

Síldarvinnslan kaupir útgerðarfyrirtækið Vísi fyrir meira en 30 milljarða
Síldarvinnslan í Neskaupstað, eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, hefur náð samkomulagi um að kaupa allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík. Kaupverð hlutafjár er 20 milljarðar króna en að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda Vísis, sem nema um 11 milljörðum, er heildarkaupverðið um 31 milljarður króna.

Síldarvinnslan bindur miklar vonir við uppganginn í fiskeldi
„Við bindum vonir við að fiskeldi komi til með að verða ein af undirstöðuatvinnugreinum okkar í framtíðinni,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í samtali við Innherja um 15 milljarða króna fjárfestingu íslenska sjávarútvegsfélagsins í Arctic Fish.

Síldarvinnslan kaupir rúmlega þriðjungshlut í norsku laxeldisfyrirtæki
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Síldarvinnslunni hf. hefur sjávarútvegsfyrirtækið gengið frá samkomulagi við Bremesco Holding Limited ásamt hópi hluthafa, sem eiga samanlagt 34,2%, í Arctic Fish Holding AS um kaup á hlutum þeirra í félaginu.

Hömlur á erlendu eignarhaldi ýta Síldarvinnslunni út úr vísitölu FTSE
Alþjóðlega vísitölufyrirtækið FTSE Russell hefur ákveðið að Síldarvinnslan, eitt stærsta útgerðarfélag landsins, verði ekki á meðal þeirra fyrirtækja í Kauphöllinni sem verða tekin inn í sérstaka vísitölu nýmarkaðsríkja vegna þeirra víðtæku takmarkana sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi.

Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við ESB um lækkun tolla
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, kallar eftir því að stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um tollaívilnanir svo að liðka megi fyrir sölu á uppsjávarafurðum til ríkja innan sambandsins. Þetta kom fram í máli Gunnþórs á uppgjörsfundi Síldarvinnslunnar í gær.

„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins.

Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir
Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað.

Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar
Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar.

Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar
Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel.

Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt.

Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki
Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.

Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár
Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019.

Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið
Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.