Eik fasteignafélag

Fréttamynd

Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærsti hluthafi Eikar tekur já­kvætt í við­ræður um sam­runa við Reiti

Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð. 

Innherji
Fréttamynd

Reitir og Eik kanna sameiningu

Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtakan gæti staðið og fallið með Brimgörðum

Afstaða fjárfestingafélagsins Brimgarða, sem er langsamlega stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags, til yfirtökutilboðsins sem keppinauturinn Reginn hefur lagt fram gæti ráðið úrslitum um það hvort yfirtakan nái fram að ganga.

Klinkið
Fréttamynd

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Innherji
Fréttamynd

Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar

Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri.

Innherji
Fréttamynd

Guðbjörg bætti við hlut sinn í Eik

Fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu, keypti hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik fyrir meira en 200 milljónir króna í nóvember. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Eikar.

Innherji