Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2025 08:49 Garðar Hannes Friðjónsson. EIK Stjórn Eikar fasteignafélags og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“ Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik. Þar segir að Garðar Hannes muni stýra félaginu áfram sem forstjóri fram yfir aðalfund félagsins sem ráðgert sé að halda þann 10. apríl næstkomandi. Haft er eftir Garðari Hannesi að hann sé afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp félagið frá upphafi þess árið 2002, allt frá því að vera eini starfsmaður þess, upp í það að félagið varð eitt af stærstu félögum á Íslandi sem og elsta skráða fasteignafélagið á aðallista kauphallar. „Það er búið að vera stórkostleg reynsla að fá að stýra félaginu í gegnum lífshlaup þess, hvort sem það var í með- eða mótvindi. Á þessum tímamótum er ég afar stoltur af þeim árangri sem félagið hefur náð. Félagið hefur skilað hærri ávöxtun eiginfjár en meðaltal skráðra fasteignafélaga frá skráningu þess að teknu tilliti til arðgreiðslna sem hafa verið þær hæstu á markaðnum. Sú vegferð sem mörkuð hefur verið og félagið er nú á felur í sér áframhaldandi tækifæri bæði að teknu tilliti til aukins rekstrarhagnaðar og þróunarmöguleika, sem áætlað er að raungerist á næstu misserum. Árangur þessi hefði ekki náðst nema vegna þess mannauðs sem félagið býr yfir í reynslumiklu og hæfu fólki. Sú starfsánægja og liðsheild sem okkur hefur auðnast að skapa er ekki sjálfsögð en er lykilatriði þegar kemur að árangri. Ánægja starfsfólks og sú gleði sem ríkir á vinnustaðnum er ég hvað stoltastur af. Ég óska félaginu, öllu því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina, starfsfólki, stjórnarmönnum, viðskiptavinum og þeim fjárfestum sem komið hafa að félaginu áframhaldandi góðs gengis.“ Í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi Þá er haft eftir Bjarna K. Þorvarðarsyni, stjórnarformanni að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Garðari Hannesi fyrir óeigingjarnt framlag til félagsins frá upphafi sem og fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf. „Mótun félagsins, uppbygging þess og áherslur, sem Garðar Hannes hefur leitt, hefur búið til öflugt arðgreiðslufélag sem hefur náð eftirtektarverðum árangri. Það er öllum félögum hollt að skoða endurnýjun á forystu þeirra með reglulegu millibili. Stjórn félagsins telur á þessum tímapunkti eðlilegt að endurnýjun eigi sér stað og þakkar Garðari Hannesi fyrir að breytingin sé gerð í sátt og með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.“
Vistaskipti Eik fasteignafélag Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira