Viðskipti innlent

Rauðar tölur eftir hikst í kjara­við­ræðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verðbréfasalar - og kaupendur eru vafalítið með augun á Kauphöllinni í dag sem aðra daga.
Verðbréfasalar - og kaupendur eru vafalítið með augun á Kauphöllinni í dag sem aðra daga. Vísir/Vilhelm

Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna.

Gengi flestra félaga hefur verið á uppleið undanfarna mánuði og Kauphöllin því heldur verið græn en rauð á því tímabili. Í morgun blasir aftur á móti við heldur rauðar tölur til marks um að gengi félaga sé að falla. Engin stórkostleg viðskipti eru á bak við breytinguna.

Fasteignafélagin Eik og Reitir hafa lækkað mest það sem af er degi eða um 2,5 prósent. Gengi Icelandair og námufyrirtækisins Amaroq minerals hefur lækkað um tvö prósent.

Eftir það sem virtist gott gengi í viðræðum breiðfylkingar stærstu stéttarfélaga og landssambanda við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur er komið annað og verra hljóð í koppinn. Virðist sem samningsaðilar séu á öndverðum meiði þegar kemur að krónutöluhækkun.


Tengdar fréttir

Strand í viðræðum um krónutöluhækkun

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. 

Segja SA hafna sinni nálgun um þjóðarsátt

Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt. Hún hvetur SA til að rýna betur tillögur hennar og endurgjalda auðsýndan samningsvilja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×