Viðskipti innlent

Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs

Árni Sæberg skrifar
Halldór Benjamín gerði það að sínu fyrsta verki í starfi forstjóra Regins að boða yfirtöku á Eik. Gunnar Þór Gíslason er forsvarsmaður Brimgarða, sem eiga stærstan hlut í Eik.
Halldór Benjamín gerði það að sínu fyrsta verki í starfi forstjóra Regins að boða yfirtöku á Eik. Gunnar Þór Gíslason er forsvarsmaður Brimgarða, sem eiga stærstan hlut í Eik. Vísir

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til kauphallar. Þar segir þó að stjórnin líti á hækkun tilboðsverðsins sem jákvæða þróun. Greint var frá því á dögunum að Reginn hefði ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa.

Það gerði félagið daginn eftir að stjórn Eikar gaf út greinargerð þar sem kom fram að stjórnin legði til að hluthafa höfnuðu tilboði Regins. Áður höfðu Brimgarðar, langsamlega stærsti hluthafi Eikar lýst yfir andstöðu sinni við samþykkt tilboðsins.

Í tilkynningu segir að stjórn hyggist birta uppfærða afstöðu til hins breytta tilboðs Regins, að minnsta kosti einni viku áður en gildistími þess rennur út, enda kunni þær forsendur sem liggja til grundvallar hinu breytta tilboði Regins og afstaða stjórnar, að halda áfram að þróast þar til gildistími yfirtökutilboðsins rennur út.

Gildistími hins breytta tilboðs er óbreyttur og rennur út klukkan 13:00 þann 16. október 2023.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.