Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Pressan engin afsökun

„Þetta er frábær höll. Ég hef spilað hérna einu sinni eða tvisvar með landsliðinu og félagsliði á móti Óla [Guðmundssyni] og þeim í Meistaradeildinni og hér myndast mikil stemning og þetta er algjör gryfja,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fyrir fyrstu æfingu landsliðsins á HM í handbolta en liðið mætir Portúgal í fyrsta leik mótsins annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Spáir Ís­landi heims­meistara­titlinum

Einn sérfræðinga handknattleikshlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour spáir Íslandi sigri á heimsmeistaramótinu í handknattleik en mótið hófst í gær. Ísland hefur leik í dag þegar þeir mæta Portúgal.

Handbolti
Fréttamynd

„Get eiginlega ekki beðið“

„Mér líður ótrúlega vel og ég get eiginlega ekki beðið,“ segir Elliði Snær Viðarsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir fyrstu æfingu liðsins í Kristanstad Arena í dag. Liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á HM annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Er hundrað prósent heill“

„Við fengum þau svör sem við bjuggumst í rauninni við. Við vorum búnir að ræða hlutina heima og vissum alveg hvað tæki lengsta tímann til að smella saman. Það hefur yfirleitt verið þannig að fínpússa vörnina tekur mestan tíma,“ segir Aron Pálmarsson fyrir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Kristanstad Arena fyrr í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig.

Handbolti
Fréttamynd

„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“

Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt.

Handbolti
Fréttamynd

Theódór Ingi: Verður spennandi að sjá hvar íslenska liðið stendur

Íslenska karla landsliðið í handobolta leikur tvo æfingaleiki Þýskaland ytra um helgina en liðin leiða saman hesta sína í dag og svo aftur á morgun. Liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu vikur. Valur Páll Eiríksson ræddi við sérfræðinginn Theódór Inga Pálmason um vonir og væntingar sem gera má til íslenska liðsins á mótinu í íþróttafréttum á Bylgjunni í morgun.

Handbolti