Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Valur Páll Eiríksson skrifar 16. janúar 2025 09:00 Kristján Andrésson þjálfaði Rhein-Neckar Löwen frá 2019 til 2020 og sænska landsliðið 2016 til 2020. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag. Kristján mun starfa í sænsku sjónvarpi í kringum mótið sem fram undan er en hann tjáði sig um möguleika íslenska liðsins í Handkastinu, sem er í umsjón Arnars Daða Arnarssonar. Kristján segir ljóst að Ísland verði í baráttu við Slóveníu, Egyptaland og Króatíu um efstu tvö sæti milliriðilsins í næstu viku. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í dag, mætir Kúbu á laugardag og Slóveníu í lokaleik riðlakeppninnar á mánudag. Egyptar og Króatar munu svo mæta Íslandi í milliriðli sem hefst á miðvikudag í næstu viku. Slóvenar mæta Kúbu áður en leikur Íslands fer fram í Zagreb í dag en Slóvenar hafa gert vel á síðustu stórmótum. Þeir eru hins vegar án tveggja reynslubolta sem hafa borið leik liðsins uppi síðustu ár. Þeir 35 ára gömlu Jure Dolenec, sem leikur í hægri skyttu, og miðjumaðurinn Dean Bombac eru ekki með. Sama er að segja um línumanninn Matej Gaber. „Það eru mjög miklir möguleikar. Slóvenar lentu í fjórða sæti á Ólympíuleikunum en eru náttúrulega búnir að missa Dolenec, Bombac og Gaber en á sama tíma er maður að bíða eftir að Makuc [Domen Makuc, leikmaður Barcelona] springi út og sýni sína hæfileika,“ segir Kristján. Dean Bombac verður ekki með Slóvenum.PressFocus/MB Media/Getty Images „Egyptar, stóri bróðir El-Deraa [Yehia El-Deraa, leikmaður Veszprem, eldri bróðir Seif El-Deraa] er ekki með. Það er rosalega þýðingarmikið fyrir þá því hann er Elvar Örn Jónsson fyrir Egypta og getur spilað bæði vörn og sókn og gerir það vel,“ segir Kristján en El-Deraa bræður eru veigamiklir í leik Egypta. „Króatar eru á heimavelli. Ég hef reynslu af því þegar við 2018 unnum þá í Split með Svíum, þá var erfitt fyrir þá þegar við náðum yfirhöndinni. Þá skapaðist mikið stress og pressa frá áhorfendum. Þeir geta haft rosalega mikil áhrif,“ segir Kristján um Króata sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar. Stemningin var góð er Króatar unnu Katara í fyrsta leik í Zagreb í gær en það geti snúist ef illa gengur. Tapi fyrir Dönum í undanúrslitum Kristján telur að Ísland hafi betur gegn þessum liðum sem talin eru upp að ofan og fari einnig í gegnum 8-liða úrslitin. Þar verði Danir of stór biti til að kyngja. „Mér finnst vera rosalega fínir möguleikar en á sama tíma þarf Ísland að spila góðan bolta. Markvarsla og vörn þarf að virka alla þrjá leiki gegn Slóvenum, Egyptum og Króötum,“ „Ég held að Ísland fari í undanúrslit og mæti Danmörku. Ég held að það verði of erfitt og liðið spili medalíuleik við Norðmenn um þriðja sætið. Það er mín spá,“ segir Kristján. Þátt Handkastsins má nálgast að neðan. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Kristján mun starfa í sænsku sjónvarpi í kringum mótið sem fram undan er en hann tjáði sig um möguleika íslenska liðsins í Handkastinu, sem er í umsjón Arnars Daða Arnarssonar. Kristján segir ljóst að Ísland verði í baráttu við Slóveníu, Egyptaland og Króatíu um efstu tvö sæti milliriðilsins í næstu viku. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í dag, mætir Kúbu á laugardag og Slóveníu í lokaleik riðlakeppninnar á mánudag. Egyptar og Króatar munu svo mæta Íslandi í milliriðli sem hefst á miðvikudag í næstu viku. Slóvenar mæta Kúbu áður en leikur Íslands fer fram í Zagreb í dag en Slóvenar hafa gert vel á síðustu stórmótum. Þeir eru hins vegar án tveggja reynslubolta sem hafa borið leik liðsins uppi síðustu ár. Þeir 35 ára gömlu Jure Dolenec, sem leikur í hægri skyttu, og miðjumaðurinn Dean Bombac eru ekki með. Sama er að segja um línumanninn Matej Gaber. „Það eru mjög miklir möguleikar. Slóvenar lentu í fjórða sæti á Ólympíuleikunum en eru náttúrulega búnir að missa Dolenec, Bombac og Gaber en á sama tíma er maður að bíða eftir að Makuc [Domen Makuc, leikmaður Barcelona] springi út og sýni sína hæfileika,“ segir Kristján. Dean Bombac verður ekki með Slóvenum.PressFocus/MB Media/Getty Images „Egyptar, stóri bróðir El-Deraa [Yehia El-Deraa, leikmaður Veszprem, eldri bróðir Seif El-Deraa] er ekki með. Það er rosalega þýðingarmikið fyrir þá því hann er Elvar Örn Jónsson fyrir Egypta og getur spilað bæði vörn og sókn og gerir það vel,“ segir Kristján en El-Deraa bræður eru veigamiklir í leik Egypta. „Króatar eru á heimavelli. Ég hef reynslu af því þegar við 2018 unnum þá í Split með Svíum, þá var erfitt fyrir þá þegar við náðum yfirhöndinni. Þá skapaðist mikið stress og pressa frá áhorfendum. Þeir geta haft rosalega mikil áhrif,“ segir Kristján um Króata sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar. Stemningin var góð er Króatar unnu Katara í fyrsta leik í Zagreb í gær en það geti snúist ef illa gengur. Tapi fyrir Dönum í undanúrslitum Kristján telur að Ísland hafi betur gegn þessum liðum sem talin eru upp að ofan og fari einnig í gegnum 8-liða úrslitin. Þar verði Danir of stór biti til að kyngja. „Mér finnst vera rosalega fínir möguleikar en á sama tíma þarf Ísland að spila góðan bolta. Markvarsla og vörn þarf að virka alla þrjá leiki gegn Slóvenum, Egyptum og Króötum,“ „Ég held að Ísland fari í undanúrslit og mæti Danmörku. Ég held að það verði of erfitt og liðið spili medalíuleik við Norðmenn um þriðja sætið. Það er mín spá,“ segir Kristján. Þátt Handkastsins má nálgast að neðan. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 í kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06 „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Króatía og Þýskaland unnu bæði fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld en Dagur Sigurðsson og Alfreð Gíslason þjálfa landslið þessara tveggja þjóða. 15. janúar 2025 21:06
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23