Heimaeyjargosið 1973

Fréttamynd

Stukku beint upp í tré

Norðmenn buðu 1000 börnum heim eftir Heimaeyjargosið fyrir 40 árum. Sýning um þá sögu verður opnuð í Eyjum á föstudag.

Menning
Fréttamynd

Undirbúa opnun gossafns í Vestmannaeyjum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á Selfossi í dag að veita 10 milljónum króna til styrktar nýju gosminjasafni í Vestmannaeyjum sem hafinn er undirbúningur að, en á miðvikudaginn voru 40 ár liðin frá því gos hófst í Heimaey. Gert er ráð fyrir því að eitt af húsunum sem verið hafa undir ösku og hrauni í 40 ár verði grafið upp og nýtt sem lykilþáttur í safninu. Þá verði sett þar upp sýning þar sem eldgossins verður í minnst og jarðsögu og mótun Suðurlands gerð skil. Auk þess er ráðgert að í safninu verði fræðsla um náttúruvá á borð við eldgos og jarðskjálfta.

Innlent
Fréttamynd

BBC rýnir í eldgos framtíðarinnar á Íslandi

Nú þegar fjörtíu ár upp á dag eru liðin frá því eldgosið mikla hófst í Heimaey, er ekki úr vegi að skoða heimildarmynd Katie Humble, sem framleidd var fyrir BBC í fyrra. Í myndinni er farið yfir Eyjafjallagosið, Heimaeyjargosið og fleiri stórgos í sögu Íslands, og reynt að rýna í framtíðina varðandi stórgos sem gætu vofað yfir Íslandi og Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Útlitið var svart á tímabili

Í dag, 23. janúar eru fjörutíu ár liðin, frá því eldgos hófst á Heimaey. Atburður sem var einstakur í lífi íslensku þjóðarinnar. Einn þeirra fyrstu á vettvang úr landi var Gunnar V. Andrésson, þá ljósmyndari Tímans en nú Fréttablaðsins. Hér er upprifjun hans.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Innlent
Fréttamynd

Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir

Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður.

Innlent
Fréttamynd

Heimaeyjargosið hófst fyrir 39 árum

Í dag eru þrjátíu og níu ár liðin síðan að Heimaeyjargosið hófst í Vestmannaeyjum. Gosið var fyrsta eldgos sem hefst í byggð á Íslandi en jörðin austan við Kirkjubæ opnaðist rétt eftir miðnætti 23. janúar 1973. Gosið stóð til 3. júlí sama ár en fjölmörg hús fóru undir hraun. Á vef Eyjafrétta segir að vel hafi tekist að koma Eyjamönnum frá Heimaey þar sem flotinn hafi verið að mestu leyti í landi vegna óveðurs daginn áður en gosið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Líkir kvótafrumvarpinu við Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið

Verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umsögn bæjarráðs Vestmannaeyjar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram að

Innlent