Fréttamynd

Síminn ekki stoppað í dag hjá nýju stórstjörnunni

Birkir Blær Óðinsson, sem vann sænska Idol-ið í gærkvöld, á eftir að rýna alveg í samninginn sinn, en honum skilst að nú fram undan sé að taka upp tónlist og halda tónleika. Að taka þátt í keppninni hefur breytt lífi hans, segir hann.

Lífið
Fréttamynd

„Kannski stærra en maður áttaði sig á“

Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn.

Lífið
Fréttamynd

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu

Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Lífið
Fréttamynd

Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð

Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist
Fréttamynd

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. 

Tónlist
Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.