Málefni fatlaðs fólks

Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað
Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum.

Hætta við lokun Vinjar í bili
Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár.

Fyrstur til að veita rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn
Fyrsti einstaklingurinn hefur nú veitt rafrænan aðgang í gegnum talsmann sinn. Þessu greinir réttindagæslumaður fatlaðs fólks frá.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun
Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir.

Bylting fyrir blinda strætónotendur hér á landi
Svokölluðum NaviLens kóðum verður komið fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á landinu. Um er að ræða byltingu á aðgengi fyrir blinda og sjónskerta.

Hugað að setja hjólastólasketsinn í loftið
Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds.

Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar
Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu.

Berjumst saman fyrir réttindum fatlaðs fólks!
Liðið ár hefur verið ánægjulegt og farsælt og viljum við þakka fyrir þann magnaða stuðning sem við höfum fundið á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa gerst mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á árinu. Við erum með magnaðan hóp fólks sem styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði og þeim sem hafa styrkt okkur með því að versla hið árlega almanak sem einnig er happadrættismiði.

Áhrif Þjóðleikhúsmálsins meiri en fólk geri sér grein fyrir
Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Fólk sé móttækilegra fyrir menningarfordómum í dag og nefnir að nú borgi fólk henni fyrir að ræða hluti sem það hataði hana fyrir á sínum tíma.

Bílastæðasjóður stelur jólunum frá fötluðum manni
Vilberg Guðnason segir Bílastæðasjóð hafa stolið frá sér jólunum, pakkinn til eiginkonunnar verði því miður tómur þessi jólin. „Þökk sé“ sekt sem nemur 45 þúsund krónum, sekt sem stenst enga skoðun að sögn Vilbergs.

Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref
Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári.

Þarf að prjóna á hjólastólnum til að komast í búðina
Íbúi í Kópavogi sem notar hjólastól kvartar yfir mokstri við verslanir í Hamraborg og Fannborg í Kópavogi. Til að komast í verslun Krónunnar í Hamraborg þarf hún að prjóna á afturdekkjum hjólastólsins.

Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika?
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki.

Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu
Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna.

Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin
Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Bókari á heimili fyrir þroskahamlaða ákærður fyrir fjárdrátt
Launafulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega ellefu milljónir króna yfir níu ára tímabil. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi
Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu.

Þjónusta við gesti Vinjar, Stígs og Traðar verði tryggð
Aldrei hefur staðið til að leggja niður starfsemi dagsetursins Vinjar, og unglingasmiðjanna Stígs og Traðar fyrr en búið er að tryggja aðrar útfærslur á þeirri þjónustu sem veitt er.

Mótmæla lokun Vinjar: „Ég á enga vini nema hérna“
Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, eru síður en svo sáttir með að leggja eigi starfsemina niður vegna sparnaðaraðgerða hjá borginni. Sumir þeirra eigi engan annan félagsskap.

Steinunn Ása heiðruð með Kærleikskúlunni
Tuttugasta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum.