Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal og Katarzyna Kubiś skrifa 26. janúar 2026 17:01 Umræða um skóla án aðgreiningar hefur á undanförnum misserum einkennst af vaxandi efasemdum og jafnvel uppgjöf. Bent er á raunverulegar áskoranir í skólakerfinu: álag á kennara, skort á stuðningi, flóknar og fjölbreyttar þarfir nemenda og kerfi sem nær ekki að mæta þeim með fullnægjandi hætti. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og þær ber að taka alvarlega. Það sem vekur þó sérstaka athygli er að þessi umræða sem hafnar skóla án aðgreiningar fer fram á sama tíma og Ísland hefur loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðirnar um réttindi fatlaðs fólks. Þar með hefur ríkið skuldbundið sig til að tryggja fötluðu fólki full og jöfn mannréttindi, þar á meðal rétt barna til menntunar án aðgreiningar. Í því ljósi blasir við ákveðin þversögn: að fagna lögfestingu mannréttindasamnings annars vegar, en efast um – eða jafnvel hafna – einni af grundvallarforsendum hans hins vegar. Skóli án aðgreiningar er aðferðafræði sem grundvallast meðal annars á mannréttindasamningi sem lögfestur hefur verið á Íslandi og felur í sér leið til að tryggja að öll börn, óháð fötlun eða öðrum aðstæðum, njóti raunverulega réttinda sinna til menntunar og jafnrar þátttöku í samfélaginu. Þegar þessi aðferðafræði bregst er varasamt að efast um réttindin, það bendir frekar til þess að innleiðingin hafi verið ófullnægjandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir á þeirri grundvallarhugsun að samfélagið eigi að laga sig að fjölbreytileika mannfólksins – ekki öfugt. Skólakerfið er þar engin undantekning. Þegar við segjum að skóli án aðgreiningar „virki ekki“ án þess að greina hvort börn hafi í raun fengið þann stuðning og faglegu nálgun sem samningurinn gerir ráð fyrir, er hætt við að við séum að rugla saman réttindum og framkvæmd. Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt að hafa áhyggjur af því að stuðning skortir og kröfur á starfsfólk eru að aukast í skólakerfinu. En lausnin á þeim vanda felst ekki í því að fórna mannréttindum barna sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja. Lausnin felst í því að taka skuldbindingarnar alvarlega og endurskoða framkvæmdina. Ef við samþykkjum mannréttindi fatlaðs fólks í orði, en höfnum þeim í framkvæmd þegar á reynir, þá er hætt við að réttindin verði innantóm. Skóli án aðgreiningar er ekki loforð um vandalausan veruleika. Hann er yfirlýsing um hvernig samfélag við ætlum að vera og felur í sér kröfu um að við berum sameiginlega ábyrgð á því að láta þá hugsjón rætast. Anna Lára Steindal er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Katarzyna Kubiś er verkefnisstjóri í málefnum barna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Umræða um skóla án aðgreiningar hefur á undanförnum misserum einkennst af vaxandi efasemdum og jafnvel uppgjöf. Bent er á raunverulegar áskoranir í skólakerfinu: álag á kennara, skort á stuðningi, flóknar og fjölbreyttar þarfir nemenda og kerfi sem nær ekki að mæta þeim með fullnægjandi hætti. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og þær ber að taka alvarlega. Það sem vekur þó sérstaka athygli er að þessi umræða sem hafnar skóla án aðgreiningar fer fram á sama tíma og Ísland hefur loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðirnar um réttindi fatlaðs fólks. Þar með hefur ríkið skuldbundið sig til að tryggja fötluðu fólki full og jöfn mannréttindi, þar á meðal rétt barna til menntunar án aðgreiningar. Í því ljósi blasir við ákveðin þversögn: að fagna lögfestingu mannréttindasamnings annars vegar, en efast um – eða jafnvel hafna – einni af grundvallarforsendum hans hins vegar. Skóli án aðgreiningar er aðferðafræði sem grundvallast meðal annars á mannréttindasamningi sem lögfestur hefur verið á Íslandi og felur í sér leið til að tryggja að öll börn, óháð fötlun eða öðrum aðstæðum, njóti raunverulega réttinda sinna til menntunar og jafnrar þátttöku í samfélaginu. Þegar þessi aðferðafræði bregst er varasamt að efast um réttindin, það bendir frekar til þess að innleiðingin hafi verið ófullnægjandi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir á þeirri grundvallarhugsun að samfélagið eigi að laga sig að fjölbreytileika mannfólksins – ekki öfugt. Skólakerfið er þar engin undantekning. Þegar við segjum að skóli án aðgreiningar „virki ekki“ án þess að greina hvort börn hafi í raun fengið þann stuðning og faglegu nálgun sem samningurinn gerir ráð fyrir, er hætt við að við séum að rugla saman réttindum og framkvæmd. Það er bæði skiljanlegt og eðlilegt að hafa áhyggjur af því að stuðning skortir og kröfur á starfsfólk eru að aukast í skólakerfinu. En lausnin á þeim vanda felst ekki í því að fórna mannréttindum barna sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja. Lausnin felst í því að taka skuldbindingarnar alvarlega og endurskoða framkvæmdina. Ef við samþykkjum mannréttindi fatlaðs fólks í orði, en höfnum þeim í framkvæmd þegar á reynir, þá er hætt við að réttindin verði innantóm. Skóli án aðgreiningar er ekki loforð um vandalausan veruleika. Hann er yfirlýsing um hvernig samfélag við ætlum að vera og felur í sér kröfu um að við berum sameiginlega ábyrgð á því að láta þá hugsjón rætast. Anna Lára Steindal er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Katarzyna Kubiś er verkefnisstjóri í málefnum barna hjá Þroskahjálp.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar