
Hver ber ábyrgð á menntamálum?
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið?

Hugleiðingar um handráðningar ráðherra í æðstu störf hjá framkvæmdarvaldinu
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa.

Um kristna menningu (hugleiðingar um jól)
Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv.

Kosningahugleiðing: Hvernig kýs ég þannig að atkvæði mitt breyti einhverju um landstjórnina?
Gott stjórnmálafyrirkomulag ætti að setja upp skýra og auðvelda valkosti fyrir kjósendur. Það myndum við kalla þróað stjórnmálakerfi. En því er ekki að heilsa hér á landi. Erfitt er fyrir kjósendur að sjá fyrir hvaða áhrif atkvæði þeirra hafa á landstjórnina og að nokkru leyti er kosið í blindni.

Dýrmætustu gögnin
Myrkur leikur um lífsýni og gögn sem aflað er í faraldrinum, enginn veit hvert þau fara, á grundvalli hvaða heimilda þeirra er aflað, til hvers þau verða notuð og þau virðast hvorki afturkallanleg né notkun þeirra kæranleg. Stjórnvöld og rannsóknarstofnanir eru í Villta Vestrinu.

Frá ábyrgðarleysi til ábyrgðar
Krafa almennings um að stjórnmálamenn axli ábyrgð er afdráttarlaus og fólk virðist ekki sætta sig við að fyrstu skrefin í þá átt séu ekki tekin í landsréttarmálinu.

Aðild almennings að sameiginlegum málum
Aukin krafa almennings um aðild að samfélagslegri stefnumörkun er mögulega langtímaþróun sem hófst fyrir um 30 árum með tilkomu einkatölva og netsins. Eins og önnur hægfara þróun bar lengi lítið á henni, en á ákveðnum tímapunkti fer hún yfir þröskuld, verður sýnileg og ekki verður framhjá henni gengið.

Virkur eða óvirkur málskotsréttur
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum.

Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 93% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman.

Ekki einn háskóla eða spítala
Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla.

Lýðræðisáætlun í stað stjórnar- skrárbreytingar
Hér er lagt til að ríkisvaldið og Alþingi geri lýðræðisáætlun til nokkurra ára sem feli í sér að auka þátttöku almennings í lausn sameiginlegra mála samfélagsins með hagnýtingu netsins og félagsmiðla.

Endurnýja þarf stjórnsýsluna
Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is).

Leiðrétting
Eftir andmæli stjórnlagaráðsfulltrúa gegn fullyrðingum mínum, m.a. í Kastljósi um áhrif tillagna stjórnlagaráðs á stöðu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins við ákvarðanatöku á vegum ríkisins, hef ég yfirfarið útreikninga mína.

Tillaga stjórnlagaráðs. Segjum nei
Við lifum á tímum Internetsins. Ekki síst Íslendingar sem hafa samkvæmt mælingum leitt netaðgengi og netnotkun í heiminum í áratugi. Reikna má með að áhrif netsins á stjórnmál séu meiri hér á landi en annars staðar. Til góðs eða ills.

Um neteinelti
Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London.

Alþjóðavæðing netsins
Það liggur í loftinu ný menning. Forstjórar leiðandi fyrirtækja stíga niður úr stólum sínum og eiga lárétt samskipti við starfsfólk sitt og viðskiptavini. Þeir styrkja stöðu fyrirtækja sinna á félagstengslum á félagsmiðlum, þeir virkja hugvit og hugarflug starfsfólks síns til að ná árangri og hlúa að ímyndum vöru, vörumerkja og þjónustu með aðferðum netsins. Og þeir nota tölvuleiki, (tilbúnar) persónur og önnur úrræði netsins til þess að tengjast réttum félagshópum á netinu. Jafnræði og félagsauður virðast handan við hornið.


Skráning stjórnmálaskoðana
Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd.

Ráðhús úti í bæ?
Fyrir nokkru var vefurinn Betri Reykjavík opnaður. Honum er ætlað að vera vettvangur fyrir umræðu um borgarmálefni. Hann er rekinn af félaginu Íbúar í ákveðnu samstarfi við Reykjavíkurborg. Vefurinn gæti mætt brýnni þörf og fyrir fram mætti ætla að hann gæti orðið vinsæll ef vel tekst til.

Netið og stjórnmálin
Á tímum netsins stendur lýðræðið frammi fyrir margskonar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísindamanna, einkum í félagsvísinda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórnmál og kallað þær e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir.