Kvenheilsa

Fréttamynd

Skilur ekki af hverju hún var ekki send í keisaraskurð

Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum.

Innlent
Fréttamynd

„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“

Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð.

Innlent
Fréttamynd

Vottaður sér­fræðingur, hvað þýðir það?

Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur?

Skoðun
Fréttamynd

Elsusjóður – menntasjóður endókvenna

Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna.

Skoðun
Fréttamynd

Lykilatriði að velja hreyfingu sem vekur ánægju

Sara Snædís Ólafsdóttir þjálfari er með margar mæður og barnshafandi konur í fjarþjálfun hjá sér. Hún skrifaði nýjan pistil um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu með góðum ráðum en hún er sjálf tveggja barna móðir. Við gefum henni orðið.

Heilsa
Fréttamynd

Þurfa konur bara að vera dug­legri að taka verkja­lyf?

Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Til vinnuveitenda

Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa atvinnurekendur umstaðreyndir um endómetríósu og hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf einstaklinga með hann.

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér meira morfín?

Þegar ég kvartaði yfir miklum blæðingum sem unglingur við heimilislæknirinn minn sagði hann að þær virtust bara miklar, alls blæddi einungis um eina matskeið hjá öllum konum við hverjar blæðingar. Þetta væri vitleysa og misskilningur hjá mér, ég ætti bara að vera róleg.

Skoðun
Fréttamynd

Sjald­gæft á­stand?

Talið er að 1 af hverjum 10 sem fæðast með kvenlíffæri glími við sjúkdóminn endómetríósu. Hér á landi má ætla að fjöldinn sé 12-15.000, þó svo að einungis um 3000 tilfelli hafi verið formlega greind.

Skoðun
Fréttamynd

Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara

PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum.

Lífið
Fréttamynd

Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum

Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi

Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala.

Innlent
Fréttamynd

Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.