Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir og Arnrún María Magnúsdóttir skrifa 10. mars 2025 20:33 Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar