Ofurdeildin

Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“
Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka.

Forseti PSG tekur við stöðu Agnelli hjá ECA
Nasser Al-Khelaifi, forseti franska knattspyrnufélagsins París Saint-Germain, er nýr formaður ECA, samtaka knattspyrnufélaga í Evrópu. Hann tekur við stöðunni af forseta ítalska félagsins Juventus.

Reiðir stuðningsmenn Manchester United mættu á æfingasvæði félagsins
Hópur stuðningsmanna Manchester United mætti á æfingasvæðið félagsins í morgun til að láta í ljós skoðun sína á eigendum félagsins sem og áætlanir þeirra að vera með í svokallaðri ofurdeild.

Kalla eftir því að stjórnarmenn Chelsea segi af sér
Stuðningsmannahópur Chelsea hefur óskað eftir því að framkvæmdastjóri félagsins sem og stjórnarformaður segi af sér eftir ákvörðun þeirra að taka þátt í Ofurdeildinni.

„Of lítið, of seint“
Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun.

Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum
Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld.

AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna
Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar.

Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni
Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni.

Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll
Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar.

Conor segist vera að íhuga að kaupa Man. Utd.
Írski bardagakappinn Conor McGregor spurði fylgjendur sína á Twitter í gær hvort hann ætti ekki bara að kaupa Manchester United.

Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram
Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu.

Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“
John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni.

Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni
Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi.

Öll ensku liðin hætt við keppni í Ofurdeildinni
Öll sex liðin úr ensku úrvalsdeildinni sem ætluðu að taka þátt í Ofurdeildinni hafa sagt sig úr deildinni en þetta staðfestu félögin í kvöld.

City staðfestir að félagið hafi dregið sig úr Ofurdeildinni
Manchester City hefur staðfest að félagið hafi ákveðið að draga sig út úr nýrri Ofurdeild en félagið tilkynnti þetta í kvöld.

Woodward hættir í lok árs
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, mun hætta í starfi sínu hjá félaginu í lok ársins. Þetta staðfesti félagið í kvöld.

Henderson: Við munum ekki láta þetta gerast
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, skrifar á samfélagsmiðla sína í kvöld að leikmönnum liðsins líki ekki við hugmyndir um Ofurdeildina.

Katrín um Ofurdeildina: „Eigendur Liverpool verða að ganga einir“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, tjáir sig á Twitter-síðu sinni um Ofurdeildina í knattspyrnu sem var sett á laggirnar fyrr í vikunni en virðist nú heyra fortíðinni til.

Að molna undan Ofurdeildinni
Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.

„Með óhreint mjöl í pokahorninu“
Daniel Rommedahl situr í stjórn FCK í Danmörku en hann situr einnig í stjórn ECA sem eru samtök fótboltafélaga í Evrópu. Allt er á eldi í fótboltanum eftir fréttirnar um Ofurdeild.