Vinnuslys

Fréttamynd

Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því

Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar

Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss

Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys í malarnámu í Þrengslunum

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi.

Innlent
Fréttamynd

Læknar vilja aukna tryggingavernd vegna faraldursins

Læknafélag Íslands krefur ríkisstjórn Íslands að tryggja að læknar við störf í heilbrigðiskerfinu njóti aukinni tryggingarverndar á meðan glímt er við faraldur kórónuveirunnar. Læknafélagið birti ríkisstjórninni bréf þess efnis í dag.

Innlent