Viðskipti innlent

„Ávinningur til framtíðar“ ráðstefna í tilefni 40 ára afmælis Vinnueftirlitsins

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins verður haldin á föstudag og streymt af fésbókarsíðu stofnunarinnar. Ráðstefnunni er meðal annars ætlað atvinnurekendum, mannauðsstjórum, þjónustuaðilum og sérfræðingum en meðal efnis sem fjallað verður um á ráðstefnunni er  samfélagslega sjálfbærir vinnustaðir. Ráðstefnan er haldin í tilefni 40 ára afmælis Vinnueftirlitsins og ber  yfirskriftina  Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar. 
Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins verður haldin á föstudag og streymt af fésbókarsíðu stofnunarinnar. Ráðstefnunni er meðal annars ætlað atvinnurekendum, mannauðsstjórum, þjónustuaðilum og sérfræðingum en meðal efnis sem fjallað verður um á ráðstefnunni er  samfélagslega sjálfbærir vinnustaðir. Ráðstefnan er haldin í tilefni 40 ára afmælis Vinnueftirlitsins og ber  yfirskriftina  Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar.  Vísir/Vilhelm

Afmælisráðstefna Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar, fer fram næstkomandi föstudag en ráðstefnan er meðal annars ætluð atvinnurekendum, mannauðsstjórum, þjónustuaðilum og sérfræðingum í vinnuvernd.

Tilefni ráðstefnunnar er 40 ára afmæli Vinnueftirlitsins og hefst ráðstefnan klukkan 8.30 á föstudagsmorguninn og stendur til klukkan 12. 

Í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu segir að vegna hertra samkomutakmarkana verður ráðstefnan eingöngu haldin í streymi og falla áður auglýstar vinnustofur niður.

Tveir erlendir gestir verða meðal fyrirlesara: Cecilia Berlin, dósent við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg og Eva Gemzöe Mikkelsen, lektor í vinnu- og skipulagssálfræði við Syddansk háskólann í Óðinsvéum. 

Í erindi Ceciliu Berlin, The value of ergonomics: can we put a price og socially sustainable work eða Ávinningurinn af vinnuvistfræði: er hægt að verðleggja samfélagslega sjálfbært vinnuumhverfi? mun Cecilia fjalla um vinnuumhverfi í víðum skilningi og gera grein fyrir rannsókn sinni á samspili hönnunar vinnuumhverfis og getu og takmarkana manneskjunnar í vinnu. 

Eva Gemzöe Mikkelsen mun fjalla um ávinning forvarna gagnvart slæmu félagslegu vinnuumhverfi.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra mun setja ráðstefnuna en aðrir fyrirlesarar verða: Svandís Nína Jónsdóttir hjá VIRK, Helgi Haraldsson hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Jón Kolbeinn Guðjónsson hjá ISAVIA, Anna Jóna Kjartansdóttir, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Ístaks og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti.

Fundarstjóri verður Bergur Ebbi Benediktsson og ýmsir forkólfar frá hagsmunasamtökum atvinnulífs og verkalýðsfélaga verða meðal gesta í pallborði.

Hægt verður að fylgjast með streymi á fésbókarsíðu Vinnueftirlitsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×