Prjónaskapur

Fréttamynd

Gáfu Mæðra­styrks­nefnd hand­prjónaðar ullar­húfur fyrir börn

Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan.

Lífið
Fréttamynd

Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel

Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli hefur slegið í gegn með bækurnar sínar "Prjónafjör" en hún var að gefa út þriðju bókina. Allar prjónauppskriftirnar hannar Anna í Word og Excel í tölvunni sinni, auk þess að taka myndirnar í bækurnar á símann sinn með fyrirsætum úr fjölskyldunni eða íbúum á Hvolsvelli.

Innlent
Fréttamynd

Sálufélagar í prjónaskapnum

Sjöfn Kristjánsdóttir byrjaði að prjóna 12 ára en átti alltaf erfitt með að fylgja uppskriftum. Nú rekur hún eigið prjónafyrirtæki, hannar uppskriftir og gefur út sína fyrstu prjónabók núna fyrir jólin. 

Lífið
Fréttamynd

Hannyrðir á tímum kórónuveirunnar

Munið þið eftir hruninu sem varð árið 2008? Með tilheyrandi erfiðleikum og von um að Guð myndi nú blessa Ísland. Fólk hamstraði dósamat og gekk í gegnum erfiða tíma, og því miður eru margir enn að eiga við afleiðingar þeirra tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Afhentu Báru 136 heimaprjónaðar flíkur fyrir meðferðarheimili hér á landi

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til verkefnisins Kærleiks í hverri lykkju. Bára missti son sinn Einar Darra, sem lést eftir neyslu róandi lyfja aðeins 18 ára gamall. Kærleikur í hverri lykkju er á vegum Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni Eitt líf með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Íslenska ullin aldrei vinsælli en nú

Mikil eftirspurn er eftir íslenskri ull, ekki síst í kjölfar kórónuveirunnar því þá hafa konur og einn og einn karl gefið sér meiri tíma í að prjóna úr ullinni.

Innlent
Fréttamynd

Heklar flestar jólagjafirnar sjálf

Ella Helgadóttir gefur nær eingöngu jólagjafir sem hún heklar. Hún segir það mjög skemmtilegt að gefa gjafir sem séu sérsniðnar að viðtakandanum og að viðbrögðin sem hún fái séu eitt það besta við jólin.

Jól