Fjártækni

Fréttamynd

Frystu eignir FTX-raf­myntar­kaup­hallarinnar

Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots

Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo

Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.

Innherji
Fréttamynd

Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­keppnis­eftir­litið sam­þykkir kaup Ra­pyd á Valitor

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna ísraelska fjártæknifyrirtækisins Rapyd og íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor. Tilkynnt var í byrjun júlí 2021 að Rapyd vildi kaupa allt hlutafé í félaginu af Arion banka fyrir 100 milljónir bandaríkjadala eða um 12,3 milljarða ís­lenskra króna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekur við stöðu for­stjóra Salt­Pay

Fjártæknifyrirtækið SaltPay hefur ráðið Jónínu Gunnarsdóttur sem forstjóra félagsins hér á landi. Hún tekur við stöðunni af Reyni Finndal Grétarssyni sem gegnt hefur starfi forstjóra síðan í ágúst en hann mun taka við starfi stjórnarformanns SaltPay.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góðir frumkvöðlar verði ekki í vandræðum með fjármagn

Helga Valfells, einn af eigendum Crowberry Capital, segir að fjármögnunarumhverfið á Íslandi hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Nú séu fimm einkareknir og vel fjármagnaðir vísissjóðir starfandi á landinu, hver með sína áherslu, og hún býst við að næsta ár verði fullt af spennandi fjárfestingatækifærum.

Innherji
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.