Viðskipti innlent

Tekur við stöðu for­stjóra Teya

Atli Ísleifsson skrifar
Brian Gross.
Brian Gross. Aðsend

Brian Jeffrey Gross hefur verið ráðinn forstjóri fjártæknifyrirtækisins Teya. Hann tekur við stöðunni af Jónínu Gunnarsdóttur.

Frá þessu í tilkynningu. Þar kemur fram að Brian hafi áður verið meðstofnandi Pineapple Payments í Pittsburgh í Bandaríkjunum, sem og hugbúnaðar- og greiðslulausnarinnar AthleteTrax.

„Brian er Bandaríkjamaður, fæddur árið 1991 í Pittsburgh þar sem hann ólst upp en hann hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin þrjú ár með fjölskyldu sinni. Sambýliskona hans er Hannah Hjördís McVeety. Hún er íslensk, í námi og starfar einnig sem myndlistarkona. Saman eiga þau fjögurra ára gamlan strák, Óðin. 

Á Íslandi sat hann áður í stjórn SalesCloud og í stjórn Parka þar sem hann situr enn. Þá var hann stjórnarmaður hjá borgarleikhúsinu í Pittsburg auk þess sem hann var sjálfboðaliði hjá Big Brother/Big Sister stuðningsnetinu,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×