Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Upp­seldur í­búða­markaður

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu dýrustu borgir heims

Fasteignasalinn Páll Pálsson spáir mikið í fasteignaverði. Hann hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu borgirnar í heiminum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Skeljungur stefnir að sölu fast­eigna fyrir 8,8 milljarða

Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur líklegt að toppnum hafi verið náð

Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa

Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur.

Innherji
Fréttamynd

Keyptu eina dýrustu lúxusíbúð í Reykjavík

Búið er að selja 337 fermetra lúxusþakíbúð við Austurhöfn við hlið Hörpu. Félagið K&F ehf. keypti eignina en félagið er í eigu hjónanna Kesara Margrét Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagræðingaraðgerðir Regins báru ávöxt

Hagræðingaraðgerðir innan Regins hafa borið árangur, að því er kemur fram í verðmati Jakobsson Capital á fasteignafélaginu. Rekstrarhagnaðarhlutfall Regins hækkaði úr 69,5 prósentum upp í 73,3 prósent milli ára en þetta er besta rekstrarhagnaðarhlutfall Regins síðan Jakobsson Capital hóf að gera verðmöt á félaginu árið 2016.

Innherji
Fréttamynd

Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi

Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt

Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði.

Viðskipti innlent