Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 08:43 Samtök atvinnulífsins gagnrýna borgaryfirvöld fyrir tregðu til að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í ljósi hækkunar fasteignamats ólíkt nágrannasveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur. Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta. Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta.
Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira