Fasteignamarkaður

Hönnunarhæð Karinar í Nola til sölu
Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, og unnusti hennar Friðrik Runólfsson hafa sett fallega hæð á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða eign á efstu hæð í þríbýlishúsi frá árinu 1967 sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Ásett verð er 128,9 milljónir.

Fyrstu kaupendur hafi þessi atriði í huga
„Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2024 eru fyrstu kaupendur um 30.5% þeirra sem kaupa fasteign á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Páll Pálsson fasteignasali en meðalaldur þeirra er um 29 ár. Fasteignirnar sem fyrstu kaupendur fjárfesta í eru um 90 fermetrar og kosta að meðaltali um 65,7 milljónir.

Verðbólgan úr sex prósentum í ár í 3,5 prósent árið 2026
Verðbólgan hefur náð hámarki en mun hjaðna hægt og ekki fara niður fyrir efri vikmörk Seðlabanka Íslands fyrr en árið 2026. Þá verða stýrivextir ekki lækkaðir fyrr en á síðasta ársfjórðungi þessa árs.

Brynja og Þórhallur kveðja Nýlendugötuna
Brynja Nordquist fyrrverandi flugfreyja og Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður hafa sett hús sitt við Nýlendugötu á sölu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en fermetraverðið er í hærra lagi eða 1,2 milljón á fermetrann.

Fágæt og falleg eign við Flókagötu
Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Grínari selur íbúð í Vesturbænum
Grínistinn Jakob Birgisson og Sólveig Einarsdóttir hafa sett íbúð þeirra við Öldugötu í Vesturbænum á sölu. Jakob segist muna kveðja íbúðina og góða nágranna með trega.

Lekker hæð listakonu til sölu
Listakonan Þórunn Hulda Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar Finnur Bjarnason hafa sett fallega hæð með sérinngangi við Gnoðarvog á sölu. Húsið var byggt árið 1960. Ásett verð er 110,9 milljónir.

Suzuki mun flytja inn í höll Björgólfs
Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Jón Jónsson selur glæsihús á Seltjarnarnesi
Söngvarinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jón Jónsson hefur sett húsið sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, verönd, heitum potti og góðri grillaðstöðu.

Hefja viðræður um kaup á 47 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði
Stjórn Kaldalóns hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Félag Rikka Daða selur einbýli sem áður var í eigu Rikka Daða
RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis hefur sett einbýlishús við Sunnuveg á sölu. Félagið festi kaup á eigninni í apríl í fyrra á 270 milljónir, sem þá var í eigu Ríkharðs og eiginkonu hans, Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóri Íslandsbanka.

Valgerður selur íbúðina í Vesturbænum
Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Þórkatla kom í veg fyrir áætlun fjölskyldunnar: „Þetta tekur allt saman svo fjandi langan tíma“
„Ég er föst á nýjum stað. Ég verð að geta komið fótunum undir mig og fjölskyldu mína,“ segir Birna Rún Arnarsdóttir um erfiða stöðu sem myndast hefur fyrir Grindvíkinga, meðal annars vegna fasteignafélagsins Þórkötlu.

Gult og glæsilegt einbýlishús Sölva til sölu
Við Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur má finna fagurgult einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1927. Eigandi hússins er rithöfundurinn Sölvi Björn Sigurðsson sem festi kaup á eigninni árið 2018.

Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja
Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir.

Áttu efnaða foreldra eða ekki?
Stéttaskipting vegna húsnæðismála er hafin og allt bendir til þess að hún muni versna næstu árin í ljósi framboðsskorts fasteigna. Áttu efnaða foreldra sem veita hjálparhönd eða ekki?

Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar
Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði.

Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu
Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst.

Bergur og Inga Lóa selja eitt glæsilegasta hús Garðabæjar
Bergur Konráðsson kírópraktor og eiginkona hans, Inga Lóa Bjarnadóttir aðstoðarmaður kírópraktors, hafa sett stórbrotið einbýlishús við Óttahæð í Garðabæ á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 269 milljónir.

Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn
Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku.

Mínímalísk íbúð Lísu Maríu til sölu
Lísa María Markúsdóttir, einkaþjálfari og sminka á RÚV, hefur sett íbúð við Dynsali í Kópavogi á sölu. Eignin telur 101 fermeter og er í húsi sem var byggt árið 2001. Ásett verð er 74,5 milljónir.

Fögur íbúð knattspyrnukappa til sölu
Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Fantaflottar í Fellunum
Á fasteignavef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgarsvæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman nokkrar fantaflottar eignir í Fellahverfinu í Breiðholti.

Byrja að kaupa fasteignir Grindvíkinga í vikunni
Fasteignafélagið Þórkatlar byrjar að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík í þessari viku. Stefnt er að því að klára afgreiðslu þorra á sjöunda hundrað umsókna sem hafa borist í þessum mánuði.

Sérbýli að verða lúxusvara á fasteignamarkaði
Páll Pálsson segir enn að gæta svokallaðra Grindavíkuráhrifa á fasteignamarkaði. Fasteignasalar upplifa meiri læti núna en í fyrra. Sérbýli séu að vera lúxusvara. Aðeins voru byggð 34 sérbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu.

Aron selur glæsiíbúð með öllu innbúinu
AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir.

Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð
Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu.

Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum
Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er.

Glæsilegt raðhús Ragnheiðar til sölu
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu.

„Takk Þórkatla fyrir ekki neitt“
Soffía Snædís Sveinsdóttir er fyrrverandi íbúi í Grindavík er ósátt hvernig gengur að gera upp við eigendur húsnæðis í Grindavík - hún vandar Þórkötlu ekki kveðjurnar.