Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 17:46 Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til þess að greiða niður húsnæðislán verði framlengd í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi lagði fram í vikunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14