Hálendisþjóðgarður

Fréttamynd

Hvaðan á orka fram­tíðarinnar að koma?

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka og mikill meirihluti raforkunnar er framleidd innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðræði ofar ríki!

Árið 1944 var stofnað lýðveldið Ísland. En hvað er lýðveldi ? Norður-Kórea, Íran og Kína eru lýðveldi. Flest ríki heims eru lýðveldi en það er lýðræðið sjálft sem segir til um stjórnarhætti lands.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma

Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Miðgarðsormur og lýðræðið

Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin.Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“?

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­frelsi í þjóð­garði

Hálendi Íslands er ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Að mati stjórnar Landverndar er ekki til betri leið til að vernda þessa auðlind, tryggja aðgengi almennings að henni og stýra umgengni og nýtingu hennar, en með stofnun þjóðgarðs. 

Skoðun
Fréttamynd

Há­lendis­þjóð­garður og náttúru­verndar­rökin

Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað.

Skoðun
Fréttamynd

Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni

Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar.

Innlent
Fréttamynd

Hálendisþjóðgarður fyrir hverja?

Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðar á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðja frá Bergmálshelli 4a (jarðhæð)

Ég er náttúruverndarsinni. Hálendið og villt náttúran hefur frá upphafi bundið strengi sína við mig og allar þær kynslóðir sem alist hafa hér upp frá blautu barnsbeini. Þessi öfl tákna frelsið, kraftinn, sjálfstæðið og lýðræðið sem ólgar í æðum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð­garðar í Banda­ríkjunum og á Ís­landi

Theodore Roosevelt fæddist árið 1858 í stóru einbýlishúsi á besta stað í miðborg New York. Hann hóf snemma að veiða dýr og stoppa þau upp, áhugamál sem áttu eftir að fylgja honum lengi. Rúmlega tvítugur fór hann til Dakóta landsvæðisins til að veiða vísunda áður en tegundin yrði útdauð. Þessi ferð breytti lífi hans.

Skoðun
Fréttamynd

„Mega frjáls um fjöllin ríða“

Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.