Ógæfuför Hálendisfrumvarpsins Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. september 2021 10:00 Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun