Rafhlaupahjól

Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu
Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli.

24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn
„Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla.

Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól
Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól
Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal.

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni
Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð.

Banaslys á Barónsstíg
Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Alvarlegt slys á Barónsstíg: Ekið á vegfaranda á hlaupahjóli
Alvarlegt slys varð á Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld þegar ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli. Dælubíll slökkviliðs, sjúkrabíll og lögregla mættu á staðinn.

Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja
Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg.

Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls
Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.

„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“
„Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara.

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys
Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið.

Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu
Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður.

Ekið á sextán ára strák á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum
Sextán ára strákur á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir bíl í Hlíðunum í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en vitni sá strákinn fljúga í loftinu með alla anga úti áður en hann lenti á götunni, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Bugaðir ökumenn segjast slæmu vanir í umferðinni
Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur.

Allt að tveggja ára fangelsi fyrir ölvunarakstur á rafmagnshlaupahjóli
Innviðaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum er varða reiðhjól. Samkvæmt frumvarpinu bætast rafmagnshlaupahjól við lögin. Allt að tveggja ára fangelsi mun liggja við akstri hjólanna undir áhrifum áfengis.

Eins og að vera vegan nema um helgar
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins.

Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla
Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér.

„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“
Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr.

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð milli fólksbifreiðar og rafmagnshlaupahjóls á gatnamótum Laufbrekku og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 24. ágúst.

Ekið á mann á rafskútu
Ekið var á einstakling á rafskútu á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar upp úr klukkan tólf í dag. Viðkomandi var fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.