Rafhlaupahjól

Fréttamynd

„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdar­verkum

Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla

Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Grípa ekki til að­gerða vegna deilna um „Zolo“

Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum.

Neytendur
Fréttamynd

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Átta­tíu fleiri al­var­leg raf­hlaupa­hjóla­slys í ár en í fyrra

Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum.

Innlent
Fréttamynd

Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut

Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Varar við mikilli hættu í vetur

Á síðustu árum hefur reglulega verið hamrað á mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Hjólreiðamenn virðast nota hjálm í auknum mæli en nýtt og jafnvel stærra vandamál hefur nú skotið upp kollinum; rafhlaupahjól.

Innlent
Fréttamynd

Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.