Rafhlaupahjól

Fréttamynd

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Innlent
Fréttamynd

Hopp hækkar verðið

Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu.

Neytendur
Fréttamynd

Nokkur orð um rafskútur

Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hjólin éti upp árangurinn

Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári.

Innlent
Fréttamynd

Segir sveitar­fé­lög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupa­hjóla

Hjól­reiða­að­gerðar­sinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjól­reiða­stígum höfuð­borgar­svæðisins vera orðin eitt helsta vanda­málið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá mögu­leika til betr­um­bóta.

Innlent
Fréttamynd

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Á raf­hlaupa­hjóli á níu­tíu á Sæ­braut

Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“

Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður.

Lífið
Fréttamynd

Sá þriðji hékk á skafti raf­hlaupa­hjólsins

Krakkar á raf­hlaupa­hjóli frá Hopp á horni Hofs­valla­götu og Hring­brautar í vestur­bæ Reykja­víkur vöktu mikla at­hygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Fram­kvæmda­stjóri Hopp hvetur for­eldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar fram­koma hjól­reiða­­manns sem hjólaði dóttur hennar niður

Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta rafs­kútu­borg Evrópu bannar þær

Raf­hlaupa­hjól verða bönnuð á götum Parísar­borgar frá og með morgun­deginum. Hafa starfs­menn raf­hlaupa­hjóla­leiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott.

Erlent
Fréttamynd

„Ég er heppin að vera á lífi“

Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum.

Innlent
Fréttamynd

Raf­hlaupa­hjóla­þjófur gómaður

Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. 

Innlent