Bjóða upp á langlægsta verðið en samkeppnisaðilar óttast ekkert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 22:00 Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Bolt, eitt stærsta deilirafskútufyrirtæki heims, hefur hafið starfsemi á Íslandi. Leiguverðið er mun lægra en það sem þekkist hér á landi, þó það gæti breyst á næstu mánuðum. Samkeppnisaðili óttast ekki innkomu risans á markað. Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn. Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn.
Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira