Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 12. júní 2024 12:46 Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar