League of Legends

Fréttamynd

Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll

Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi

Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Royal Never Give Up sigraði MSI

Royal Never Give Up, eða RNG, stóð uppi sem sigurvegari á MSI mótinu í League of Legends í dag eftir sigur í oddaleik gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Þetta var í annað skipti sem RNG vinnur MSI.

Rafíþróttir
Fréttamynd

RNG í úrslit MSI eftir sigur gegn PSG Talon

RNG tryggði sig í dag í úrslitaeinvígi MSI mótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. RNG þótti sigurstranglegra liðið í einvíginu gegn PSG Talon og niðurstaðan 3-1 sigur kínverska liðsins.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Undanúrslit MSI hefjast á morgun

Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag.

Rafíþróttir
Fréttamynd

MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI

Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins.

Rafíþróttir
Fréttamynd

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Hörð toppbarátta milli Dusty, XY Esport og Fylkis

5. umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends var spiluð í gærkvöldi.Við upphaf umferðarinnar sat Dusty Academy á toppi deildarinnar og XY Esports fylgdu þeim fast á eftir. XY þurftu að finna sigur í leik sínum til að halda sér í toppbaráttunni, sem og þeir gerðu þegar þeir sigðuru VITA. Fylkir vann báða sína leiki gegn Excess Success og KR LoL. Einnig tókst Pongu að valta yfir lið Excess Success þrátt fyrir slæmt gengi síðustu leiki.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Fjögur lið jöfn á toppnum í League of Legends Vodafonedeildinni

Í gær fóru fram fjórir leikir í 4. umferð Vodafone deildarinnar í League of Legends. Þar sem lið XY Esports hafði betur gegn KR. Fylkismenn sigruðu lið VITA og Excess Success og komu sér aftur toppbaráttuna síðasti leikur kvöldsins var leikur VITA gegn MIQ þar sem VITA náði að sigra MIQ í æsispennandi leik. Hægt er að fylgjast með umferð kvöldsins klukkan 20:00 á twitch.tv/siggotv

Rafíþróttir
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.