Rafíþróttir

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sig í úrslit MSI

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimsmeistararnir í DWG KIA mætakínversku meisturunum í RNG í úrslitum MSI á morgun.
Heimsmeistararnir í DWG KIA mætakínversku meisturunum í RNG í úrslitum MSI á morgun. Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Images

DWG KIA og MAD Lions tókust á í seinni undanúrslitaviðuregninni á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. Heimsmeistararnir í DWG KIA lentu óvænt 2-1 undir en tveir afgerandi sigrar í röð tryggðu sætið í úrslitunum sem fara fram á morgun.

Fyrsti leikur liðanna var nokkuð jafn framan af. DWG KIA náðu loks góðu forskoti eftir um 15 mínútna leik. Þeir nýttu sér þetta forskot til hins ýtrasta og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur og komu sér í 1-0.

Næstu tveir leikir voru mun meira spennandi en sá fyrsti. Annar leikur einvígisins byrjaði með látum og eftir aðeins fimm mínútur voru DWG KIA komnir með ágætis forksot.

Liðsmenn MAD Lions gerðu vel og voru fljótir að vinna upp forskot andstæðinga sinna. Eftir 15 mínútna leik var MAD Lions komið með forystuna.

MAD Lions héldu forskoti sínu vel, en þegar 26 mínútur voru liðnar virtist sem DWG KIA myndi snúa leiknum sér í hag með því að taka Baron. Carzzy, sem spilar ADC fyrir MAD Lions, kom sínum mönnum þá til bjargar þegar hann stal Baron á ótrúlegan hátt.

MAD Lions héldu út og unnu að lokum mikilvægan sigur og staðan því orðin 1-1.

Þriðji leikur liðanna var ekki síður spennandi en sá annar. Mikið jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum, en þegar um 13 mínútur voru liðnar tóku MAD Lions forystuna.

DWG KIA voru þó aldrei langt undan og átta mínútum seinna voru þeir búnir að snúa taflinu sér í hag. Það varði þó ekki lengi og enn ein sveiflan skilaði MAD Lions forystunni enn á ný.

Í þetta skipti héldu MAD Lions forystunni og unnu að lokum annan leikinn í röð eftir tæpar 35 mínútur af League of Legends. Staðan orðin 2-1 og MAD Lions því bara einum sigri frá úrslitaleiknum.

Heimsmeistararnir í DWG KIA voru komnir með bakið upp við vegg og settu í fluggírinn í fjórða leik.

Þegar DWG KIA setur í fluggírinn þá er aðeins ein möguleg niðurstaða. Kóresku heimsmeistararnir tóku snemma afgerandi forystu og gjörsamlega gengu frá MAD Lions og jöfnuðu þar með metin í 2-2.

Það þurfti því oddaleik til að skera úr um hvort liðið myndi mæta RNG í úrslitum MSI á morgun.

DWG KIA voru augljóslega ekki í stuði fyrir neitt grín og oddaleikurinn var ekki ósvipaður fjórða leik liðanna.

Kóresku meistararnir tóku forystuna snemma og héldu henni út leikinn. Sigur þeirra í oddaleiknum var kannski ekki alveg jafn afgerandi og í leiknum á undan, en þeir gáfu MAD Lions aldrei möguleika í seinustu tveim leikjum dagsins.

DWG KIA mætir RNG í úrslitaviðureigninni á morgun, en hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30.


Tengdar fréttir

RNG í úrslit MSI eftir sigur gegn PSG Talon

RNG tryggði sig í dag í úrslitaeinvígi MSI mótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. RNG þótti sigurstranglegra liðið í einvíginu gegn PSG Talon og niðurstaðan 3-1 sigur kínverska liðsins.

Undanúrslit MSI hefjast á morgun

Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag.

MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI

Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins.

Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI

Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram.

Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9

Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG.

Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI

Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum.

RNG enn ósigraðir á MSI

Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum.

RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti

Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti.

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.

Í beinni frá Laugardalshöllinni

Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið.

MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið

MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.