Fastir pennar

Fréttamynd

Tilboð um heilbrigða samkeppni

Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum.

Skoðun
Fréttamynd

Átti ekki að spara?

Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður.

Skoðun
Fréttamynd

Aðhald í krafti upplýsinga

Það er gott fyrir grunnskólana í Reykjavík, nemendurna og foreldra þeirra að úrskurðarnefnd upplýsingamála skikkaði borgina til að birta niðurstöður um frammistöðu einstakra grunnskóla í PISA-könnuninni svokölluðu. Það er alþjóðleg könnun sem mælir frammistöðu tíundu bekkinga í ýmsum grunnþáttum þeirrar þekkingar sem fólk á að hafa á valdi sínu í lok grunnskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Merkingarlaus umhverfismerking

Fréttablaðið upplýsti í vikunni að merkingin "vistvæn landbúnaðarafurð“ sem er á umbúðum alls konar búvöru, væri í raun fullkomlega merkingarlaus.

Skoðun
Fréttamynd

Úrelt nafnalög

Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi?

Skoðun
Fréttamynd

Góð byrjun

Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál.

Skoðun
Fréttamynd

Fjandmenn eða foreldrar?

Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt.

Skoðun
Fréttamynd

Enga sýnagógu

Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða.

Skoðun
Fréttamynd

Grætt á ferðamönnum?

Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldamorð þaggað niður

Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Lágkúrupólitík

Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri - ráðherra - súkkulaðikleina

Reynslan sýnir að stundum er inngrip ríkisvaldsins, því miður, eina raunhæfa lausnin til að knýja fram hugarfarsbreytingu gagnvart hópum sem hefur með ósanngjörnum hætti verið haldið frá ákveðnum kimum þjóðfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Full ástæða til þess að brosa

Eftir sigur Íslands á Albönum í gærkvöldi á karlalandsliðið í knattspyrnu í fyrsta sinn raunhæfan möguleika á því að spila í lokakeppni heimsmeistaramótsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ný kynslóð

Kjördagur býður upp á nýtt upphaf. Sumir segja þetta ofmetna fullyrðingu. Aðrir telja að Alþingi og stjórnmálamenn séu alveg búnir að týna jarðtengingunni. Samt upplifa flestir að atkvæði þeirra skipti miklu máli og að við kosningar lokist kaflar og ný tækifæri bjóðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lifað á öðrum

Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan.

Skoðun
Fréttamynd

Mjóu bökin

Ein helstu heilsufarsvandamál sem þekkt eru í hinum vestræna heimi, og þótt víðar væri leitað, eru vandamál tengd stoðkerfi okkar. Stoðkerfi er orð sem er notað um beinin, auk vöðva- og sinakerfi líkamans. Verkir og óþægindi frá þessum svæðum er einna algengast að valdi veikindum og fjarveru frá vinnustað. Það er því afar mikilvægt að reyna að draga úr álagi, hugsa um líkamsbeitingu okkar og vinna með skipulegum hætti gegn aðstæðum sem geta haft slæm áhrif á stoðkerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttarríki viðurkennir mistök

Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars. Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að málunum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri til að láta verkin tala

Jafnlaunavottunin, sem stéttarfélagið VR kynnti í fyrradag, er mikilvægt skref í átt til þess að uppræta launamun kynjanna. Þetta er gott framtak hjá félaginu, sem lengi hefur barizt fyrir því sjálfsagða réttlætismáli að karlar og konur fái sömu laun fyrir jafnverðmæt störf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misskilinn óskapnaður

Norður-Kórea hótar nú nágrönnum sínum og minnir á það hvers vegna þetta furðulega ríki hefur lengi verið kallað hættulegasti staður í heimi. Ógnarstjórn ríkir yfir algerri fátækt en hefur þó mátt til þess að valda miklum óskunda í fjölmennum heimshluta. Að ekki sé minnst á þær ótrúlegu þjáningar sem hún veldur heima fyrir. Fangabúðir landsins eru með verstu stöðum á jörðinni og frelsið utan þeirra lítið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næsta norræna velferðarstjórn

Tímaritið virta og víðlesna The Economist birtir í nýjasta tölublaði sínu heilmikla úttekt á nágrannaríkjum okkar fjórum á Norðurlöndunum. Ísland er ekki með í úttektinni. Á forsíðunni er birt mynd af úfnum víkingi með fyrirsögninni "Næsta súpermódel“. Þar er augljóslega vísað í norræna módelið, sem The Economist færir rök fyrir að hafi skilað norrænu ríkjunum í fremstu röð og mörg önnur ríki muni horfa til í vaxandi mæli.

Fastir pennar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.