Tæpitungulaust – og hvergi feilnóta Þorvaldur Gylfason skrifar 3. október 2019 07:00 Washington, D.C. – Hann er flugmælskur eins og nær allir Íslendingar vita og margir aðrir. Hitt vita færri að hann er einnig rithöfundur af guðs náð svo sem marka má af nýrri bók hans, Tæpitungulaust, og kom út á sunnudaginn var. Bókin geymir fjölbreytt úrval skrifa hans sem birzt hafa áður á víð og dreif allt frá árinu 1972 og birtast nú á einum stað. Höfundur bókarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, birtist lesendum sínum sem öflugur málsvari norrænnar jafnaðarstefnu, Evrópu, frelsis og lýðræðis, svo öflugur að enginn stendur honum á sporði. Bókin er ekki samin í sjálfsvörn enda væri slíks ekki að vænta af höfundi sem birti sjálfsævisögu sína Tilhugalíf 2002 (Kolbrún Bergþórsdóttir skráði) og réðst þar harkalega gegn sjálfum sér fyrir að hafa vaðið í villu og svíma í stjórnmálum langt fram á miðjan aldur með því m.a. að binda trúss sitt við rangan foringja, föður sinn. Játning hans þar um vitnar um sjaldgæfan kjark og stórhug eins og ég lýsti hér í blaðinu 14. júlí 2005.Tvö afrek Sem utanríkisráðherra 1988-1995 vann Jón Baldvin tvö einstæð afrek, annað heima fyrir, hitt í útlöndum, afrek sem ekki verða frá honum tekin þótt ýmsir hafi reynt það. Jón Baldvin bar hitann og þungann af inngöngu Íslands á Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1994 sem markaði tímamót og hlýtur að teljast eitt heillaríkasta framfaraspor sem Ísland hefur stigið allar götur frá upphafi heimastjórnar. Hinir höfuðflokkarnir þrír slógu úr og í eftir því hvernig vindar blésu, en Jón og flokkur hans, Alþýðuflokkurinn, hvikuðu hvergi og höfðu að endingu frækilegan og fullan sigur. Jón lýsir aðild Íslands að EES sem 70% aðild að ESB og greinir hvort tveggja, EES og ESB, með skýrum rökum og fjölbreyttum blæ. Jón Baldvin varð upp á sitt eindæmi fyrstur erlendra utanríkisráðherra til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna 1991 þegar þau stóðu vinafá frammi fyrir Rauða hernum sem bjóst til blóðbaðs. Jón fór einn síns liðs gegn ríkisstjórnum annarra Nató-ríkja, þ.m.t. eru Bandaríkin, Frakkland og Þýzkaland, sem studdu Sovétríkin gegn sjálfstæðisóskum Eystrasaltsríkjanna af ótta við að umbótaviðleitni Mikhails Gorbachov, aðalritara Sovézka kommúnistaflokksins, myndi sigla í strand ef eining Sovétríkjanna rofnaði. Jón Baldvin naut einnig heima fyrir lítils stuðnings við þetta djarfa framtak sem reyndist þó vel grundað þegar upp var staðið og skipti sköpum enda er hann þjóðhetja í Litháen og heiðursborgari í höfuðborginni Vilníus þar sem ein gatan nálægt þinghúsinu heitir Íslandsstræti. Í Tallinn, höfuðborg Eistlands, stendur utanríkisráðuneytið við Íslandstorg. Greining Jóns Baldvins á Eystrasaltsríkjunum þar sem hann hefur starfað sem gistikennari í háskólum og einnig á Sovétríkjunum og hruni þeirra er leiftrandi skýr og rímar vel, eins og allur málflutningur hans yfirhöfuð, við skoðanir margra fræðimanna. Sovétríkin hrundu undan eigin þunga, segir Jón, þar eð stjórnmálastéttin sjálf missti trúna á sovétskipulaginu, sumir segja strax 1968, aðrir 1978. Skýring Jóns kemur heim og saman við frásögn Ians Shapiro, suðurafrísks prófessors í Yale-háskóla, sem hátt settur Kremlverji bauð milligöngu um einkasölu sovézkra kjarnavopna til aðskilnaðarstjórnarinnar í Suður-Afríku.Svona eiga sýslumenn að vera Framlag Jóns Baldvins til stjórnmála innan lands og utan er ekki bundið við þau átta ár sem hann gegndi ráðherradómi í misjöfnum veðrum. Hann hefur aldrei látið deigan síga heldur berst hann áfram ótrauður fyrir hugsjónum sínum kominn á níræðisaldur. Hann heldur fram kostum norræna líkansins þar sem hagkvæmni og réttlæti haldast í hendur, útmálar frelsis- og friðarhugsjón Evrópuríkjanna innan vébanda ESB af miklum þrótti og gagnrýnir um leið þróun bandarísks samfélags í átt til aukins ójafnaðar til að undirstrika andstæðurnar. Hann fjallar einnig um hrunið 2008 og dregur ekkert undan (bls. 141): „Erlendir aðilar sem fást við að rannsaka ferla rússneskra mafíupeninga um Norðurlönd beina sjónum sínum að eignarhaldsfélögum rússneskra mafíuforingja á eyjum í Karíbahafi. Í leiðinni hafa þeir rekið augun í fjölda eignarhaldsfélaga, þar sem ráða má í íslenskan uppruna … Á það eftir að koma á daginn að tök fáeinna auðjöfra á öllum helstu auðsuppsprettum íslensks efnahagslífs og stofnunum þeirra voru slík að þeir komust upp með hvað sem var í skjóli leynilegs valds yfir mönnum og stofnunum? … Verður niðurstaðan sú að innviðir og aðalstofnanir íslenska lýðveldisins hafi verið gegnrotnar af spillingu? … Er tími til kominn að efna til allsherjar hreingerningar á stofnunum íslenska lýðveldisins og moka út öllum skítnum sem þar hefur hlaðist upp á bak við áferðarfalleg fortjöld? Við getum ekki lengur slegið því á frest að endurskoða stjórnarskrá ríkisins og grundvallarþætti stjórnskipunarinnar.“ Þetta skrifaði Jón Baldvin í Morgunblaðið 25. nóvember 2008. Þeim mun sárar svíður honum að eftir hrun „hefur kerfið verið endurreist að mestu eftir óbreyttri forskrift“ (bls. 330). Svona eiga fv. sýslumenn að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Washington, D.C. – Hann er flugmælskur eins og nær allir Íslendingar vita og margir aðrir. Hitt vita færri að hann er einnig rithöfundur af guðs náð svo sem marka má af nýrri bók hans, Tæpitungulaust, og kom út á sunnudaginn var. Bókin geymir fjölbreytt úrval skrifa hans sem birzt hafa áður á víð og dreif allt frá árinu 1972 og birtast nú á einum stað. Höfundur bókarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, birtist lesendum sínum sem öflugur málsvari norrænnar jafnaðarstefnu, Evrópu, frelsis og lýðræðis, svo öflugur að enginn stendur honum á sporði. Bókin er ekki samin í sjálfsvörn enda væri slíks ekki að vænta af höfundi sem birti sjálfsævisögu sína Tilhugalíf 2002 (Kolbrún Bergþórsdóttir skráði) og réðst þar harkalega gegn sjálfum sér fyrir að hafa vaðið í villu og svíma í stjórnmálum langt fram á miðjan aldur með því m.a. að binda trúss sitt við rangan foringja, föður sinn. Játning hans þar um vitnar um sjaldgæfan kjark og stórhug eins og ég lýsti hér í blaðinu 14. júlí 2005.Tvö afrek Sem utanríkisráðherra 1988-1995 vann Jón Baldvin tvö einstæð afrek, annað heima fyrir, hitt í útlöndum, afrek sem ekki verða frá honum tekin þótt ýmsir hafi reynt það. Jón Baldvin bar hitann og þungann af inngöngu Íslands á Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1994 sem markaði tímamót og hlýtur að teljast eitt heillaríkasta framfaraspor sem Ísland hefur stigið allar götur frá upphafi heimastjórnar. Hinir höfuðflokkarnir þrír slógu úr og í eftir því hvernig vindar blésu, en Jón og flokkur hans, Alþýðuflokkurinn, hvikuðu hvergi og höfðu að endingu frækilegan og fullan sigur. Jón lýsir aðild Íslands að EES sem 70% aðild að ESB og greinir hvort tveggja, EES og ESB, með skýrum rökum og fjölbreyttum blæ. Jón Baldvin varð upp á sitt eindæmi fyrstur erlendra utanríkisráðherra til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna 1991 þegar þau stóðu vinafá frammi fyrir Rauða hernum sem bjóst til blóðbaðs. Jón fór einn síns liðs gegn ríkisstjórnum annarra Nató-ríkja, þ.m.t. eru Bandaríkin, Frakkland og Þýzkaland, sem studdu Sovétríkin gegn sjálfstæðisóskum Eystrasaltsríkjanna af ótta við að umbótaviðleitni Mikhails Gorbachov, aðalritara Sovézka kommúnistaflokksins, myndi sigla í strand ef eining Sovétríkjanna rofnaði. Jón Baldvin naut einnig heima fyrir lítils stuðnings við þetta djarfa framtak sem reyndist þó vel grundað þegar upp var staðið og skipti sköpum enda er hann þjóðhetja í Litháen og heiðursborgari í höfuðborginni Vilníus þar sem ein gatan nálægt þinghúsinu heitir Íslandsstræti. Í Tallinn, höfuðborg Eistlands, stendur utanríkisráðuneytið við Íslandstorg. Greining Jóns Baldvins á Eystrasaltsríkjunum þar sem hann hefur starfað sem gistikennari í háskólum og einnig á Sovétríkjunum og hruni þeirra er leiftrandi skýr og rímar vel, eins og allur málflutningur hans yfirhöfuð, við skoðanir margra fræðimanna. Sovétríkin hrundu undan eigin þunga, segir Jón, þar eð stjórnmálastéttin sjálf missti trúna á sovétskipulaginu, sumir segja strax 1968, aðrir 1978. Skýring Jóns kemur heim og saman við frásögn Ians Shapiro, suðurafrísks prófessors í Yale-háskóla, sem hátt settur Kremlverji bauð milligöngu um einkasölu sovézkra kjarnavopna til aðskilnaðarstjórnarinnar í Suður-Afríku.Svona eiga sýslumenn að vera Framlag Jóns Baldvins til stjórnmála innan lands og utan er ekki bundið við þau átta ár sem hann gegndi ráðherradómi í misjöfnum veðrum. Hann hefur aldrei látið deigan síga heldur berst hann áfram ótrauður fyrir hugsjónum sínum kominn á níræðisaldur. Hann heldur fram kostum norræna líkansins þar sem hagkvæmni og réttlæti haldast í hendur, útmálar frelsis- og friðarhugsjón Evrópuríkjanna innan vébanda ESB af miklum þrótti og gagnrýnir um leið þróun bandarísks samfélags í átt til aukins ójafnaðar til að undirstrika andstæðurnar. Hann fjallar einnig um hrunið 2008 og dregur ekkert undan (bls. 141): „Erlendir aðilar sem fást við að rannsaka ferla rússneskra mafíupeninga um Norðurlönd beina sjónum sínum að eignarhaldsfélögum rússneskra mafíuforingja á eyjum í Karíbahafi. Í leiðinni hafa þeir rekið augun í fjölda eignarhaldsfélaga, þar sem ráða má í íslenskan uppruna … Á það eftir að koma á daginn að tök fáeinna auðjöfra á öllum helstu auðsuppsprettum íslensks efnahagslífs og stofnunum þeirra voru slík að þeir komust upp með hvað sem var í skjóli leynilegs valds yfir mönnum og stofnunum? … Verður niðurstaðan sú að innviðir og aðalstofnanir íslenska lýðveldisins hafi verið gegnrotnar af spillingu? … Er tími til kominn að efna til allsherjar hreingerningar á stofnunum íslenska lýðveldisins og moka út öllum skítnum sem þar hefur hlaðist upp á bak við áferðarfalleg fortjöld? Við getum ekki lengur slegið því á frest að endurskoða stjórnarskrá ríkisins og grundvallarþætti stjórnskipunarinnar.“ Þetta skrifaði Jón Baldvin í Morgunblaðið 25. nóvember 2008. Þeim mun sárar svíður honum að eftir hrun „hefur kerfið verið endurreist að mestu eftir óbreyttri forskrift“ (bls. 330). Svona eiga fv. sýslumenn að vera.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun