Frelsi fjölmiðla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. apríl 2021 13:44 Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Alþingi Samherji og Seðlabankinn Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar