Samfylkingin er samfylking Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. júní 2021 10:00 Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Alþingiskosningar 2021 Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eftir að Vg gekk í Sjálfstæðisflokkinn eru valkostirnir orðnir enn skýrari fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk: fólk sem vill sjá breytingar og umbætur; fólk sem vill sanngjarnt skattkerfi þar sem þau ríku skila sínu til samfélagsins; fólk sem vill að hér sé fjölskylduvænt velferðarsamfélag; fólk sem vill að sjúklingar í neyð séu ekki settir á biðlista; fólk sem vill uppbyggingu á hjúkrunarheimilum; fólk sem vill metnað í loftslagsmálum; fólk sem vill almennilegt auðlindaákvæði í stjórnarskránni og jöfnun atkvæðisréttar; fólk sem vill að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar; fólk sem vill að almannahagsmunir séu teknir fram yfir sérhagsmuni – félagshyggjufólk og jafnaðarmenn. Öll þessi sjónarmið eiga ríkan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og frambjóðenda margra flokka en aðeins Samfylkingin getur leitt öll þessi öfl saman. Það sýna dæmin frá Reykjavík og annars staðar á landinu þar sem Samfylkingin er kjölfestan í stjórn sveitarfélaganna. Vg og Framsókn munu horfa til Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar ef ekki er öflugur valkostur á vinstri kantinum; Sósíalistar verða stjórnarandstöðuflokkur hvernig sem allt skipast, eins og í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Píratar og Viðreisn eiga í farsælu samstarfi við Samfylkingu og Vg. Samfylkingin var ekki stofnuð til að vera söfnuður. Hún var ekki stofnuð fyrir fólk að sitja og kinka kolli hvert framan í annað í fullvissu þess að hafa rétt fyrir sér í einu og öllu eða vera sammála um alla skapaða hluti. Hún var heldur ekki stofnuð til að fylkja sér kringum „sterkan leiðtoga“ sem ætti bara að ráða þessu öllu. Hún er einfaldlega stofnuð til að leiða félagshyggjuna til öndvegis við stjórn landsmála. Hún er stofnuð til að leiða saman íslenska jafnaðarmenn úr öllum mögulegum áttum og fá þá til að sameinast um hugsjónir sínar svo að þær verði raunverulegt afl sem skiptir máli í lífi fólks. Aðrir flokkar á svipuðu róli koma og fara og eiga það sameiginlegt að ausa úr hugmyndabrunni jafnaðarmanna, sem er eðlilegt vegna þess að sá hugmyndabrunnur er ótæmandi og öllum opinn og þar er margt sem höfðar sterkt til kjósenda. Aðrir flokkar eru líka stundum eindregnari og hvassari í málflutningi en gamli móðurflokkurinn. Það er líka eðlilegt. En það er bara einn flokkur sem getur leitt saman þessi öfl, og það er Samfylkingin, vegna þess einfaldlega að Samfylkingin er samfylking; það er sjálft erindi flokksins – það er sjálft DNA flokksins. Þetta er einfalt: Sé Samfylkingin veik myndar Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn. Sé Samfylkingin sterk verður félagshyggjustjórn. Það er alveg hægt að stjórna landinu án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé þar með neitunarvald. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar