Skoðun

Lágmarksréttindi

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þó að þjóð A hafi ofsótt þjóð B veitir það þjóð B ekki leyfi til að sölsa undir sig land þjóðar C.

Satt er það: Víða er pottur brotinn í samfélögum Palestínumanna, og ekki bara vegna viðvarandi stríðsreksturs Ísraelsmanna á hendur þeim heldur líka vegna meinsemda á borð við feðraveldi og trúarkreddur með tilheyrandi kúgun, eins og ýmsir hafa bent á. En slíkt réttlætir ekki hóprefsingar Ísraelsmanna. Þó að hópur A kúgi hóp B er ekki þar með sagt að hópur C eigi að leggja hús og fjölskyldur B í rúst.

Mannréttindi eru ekki þannig að maður vinni sér þau inn með góðri framkomu, maður þurfi að sanna að maður eigi þau skilið. Við fæðumst til þeirra, öll, hvernig sem við erum, og það á að vera hlutverk alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að þau séu virt. Það eru lágmarksréttindi að geta um frjálst höfuð strokið, geta stundað vinnu og samið um laun fyrir hana, geta tjáð hug sinn án takmarkana, í ræðu eða riti, geta mótmælt, geta menntað sig, geta átt aðgang að vatni, geta ræktað land sitt og geta byggt sér og sínum heimili sem er griðarstaður og skjól.

Palestínuþjóðin nýtur ekki þessara réttinda.

Höfundur er þingmaður Samfylkingar.




Skoðun

Skoðun

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sjá meira


×