Geðheilbrigði

Héðinn stígur til hliðar sem formaður Geðhjálpar
Héðinn Unnsteinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Geðhjálpar. Héðinn hefur komið að samtökunum í nærri 30 ár, þar af setið í stjórn í sjö ár og sinnt hlutverki formanns í þrjú.

Þakklæti
Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin.

Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum
Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

Guð hvað mér líður illa!
Mig langar til að byrja þessa grein á stuttri könnun á meðal lesenda: Rétt upp hönd ef þú hefur hreint og beint logið til um einhvers konar líkamleg veikindi á borð við ælupest eða flensu til að geta verið heima frá skóla eða vinnu af því að þér líður bara rosalega illa andlega?

„Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram“
„Ég fór í markþjálfun til þess að átta mig á því hvernig ég vildi halda áfram og hvernig ég vildi helst beita mér í því að bæta þjónustuna og kerfið,“ segir Jón Magnús Kristjánsson læknir en hann er einn þeirra sem mun halda erindi á Markþjálfunardeginum 2023 sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag.

Ný rannsókn: Ekki launahækkun sem skiptir starfsfólk mestu máli heldur ánægjan
Um allan heim fer sú vitundavakning vaxandi að það sem skipti fólk mestu máli í starfi sé ánægjan og því hvernig fólki líður. Já, að fólk upplifi hamingjuna í vinnunni.

Vésteinn lenti í kulnun: „Endurheimti manneskjuna á bakvið þjálfarann“
Vésteinn Hafsteinsson fór í kulnun fyrir hálfu ári. Það hafði áhrif á ákvörðun hans að flytja heim til Íslands og taka við starfi afreksstjóra ÍSÍ.

Von
Í dag taka um 61.000 manns lyf við þunglyndi. Um 24.000 manns búa við örorku eða eru í endurhæfingu og þar af um 10.000 af völdum lyndisraskana. Geðheilsa (andleg líðan) ungmenna (8.-10. bekkur) hefur samkvæmt gögnum Rannsókna og greininga (R&G) ekki verið verri þau ár sem R&G hafa framkvæmt þær kannanir.

Villi Neto og Bjarni Ben geðprúðir í góðu glensi
Landsamtökin Geðhjálp leituðu meðal annars til gamanleikarans Villa Neto og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til að vekja athygli á G-vítamíndropum sínum.

„Þetta kemur eins og himnasending inn í unglingaheiminn sem er svo harður“
Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin. Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd.

Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för
Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst.

„Ég var á barmi þess að fyrirfara mér“
Fyrir sjö árum síðan fór íslensk kona á fimmtugsaldri í svokallað „ferðalag“ með hugvíkkandi efninu Ayahuasca. Eftir ferðalagið segist hún hafa hún náð botninum andlega og fór hún sjálfviljug á geðdeild Landspítalans vegna afleiðinga ferðalagsins. Hún var með sjálfsvígshugsanir og var hún greind í djúpri geðlægð.

Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um „hugræna endurforritun“
„Það er mjög mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það hver meðferðaraðilinn er. Og hann á að spyrja: Er meðferðaraðilinn heilbrigðisstarfsmaður? Því ef eitthvað fer illa og þér líður ef til vill verr eftir meðferð, þá er ekkert hægt að gera í því.“

Mælir alls ekki með því að fólk prófi hugvíkkandi efni heima hjá sér
Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna.

„Við verðum aldrei ánægð nema við fáum að vera öll saman“
Fastagestir í Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, segja áfangasigur hafa unnist í gær þegar ákveðið var að halda starfseminni áfram út árið. Þakklæti var efst í huga gestanna þegar fréttastofa leit við í Vin í dag.

Hætta við lokun Vinjar í bili
Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár.

Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm
Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun
Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir.

Hugvíkkandi efni spennandi en margt enn óljóst
Geðlæknar eru upp til hópa spenntir fyrir þeirri nálgun að hugvíkkandi efni í lækningarskyni að sögn Karls Reynis Einarssonar, formanns Geðlæknafélags Íslands.

Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin
Vegvísir í umfjöllun Atvinnulífsins á Vísi er eftirfarandi skilgreining: „Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.“