Góðu ráðin

Fréttamynd

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“

„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að þegja, hlusta og endurtaka er ekki nóg

Flest okkar verðum reglulega uppvís að því að byrja að tala of fljótt þegar annað fólk hættir að tala (því við vorum allan tímann í huganum að undirbúa okkar eigið svar) eða að heyra hreinlega ekki alveg hvað annað fólk er að segja því við erum að multitaska.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“

„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svona gengur okkur best í vinnunni

Við viljum öll standa okkur vel en það er óþarfi að bíða eftir árlegu frammistöðumati í vinnunni til að setja okkur markmið eða átta okkur betur á því hvernig við stöndum okkur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að fara á trúnó í vinnunni

Eitt af því skemmtilega við starfið okkar er að eignast vini í samstarfsfélögum okkar. Sem sumir hverjir enda með að verða okkar bestu vinir út ævina.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin

Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að kveðja á síðasta vinnudeginum

Eitt af því skemmtilega við vinnuna er að flest okkar eignumst góða vini á lífsleiðinni, einmitt í gegnum starfsframan. En það að kveðja á síðasta vinnudeginum getur oft valdið ákveðnum heilabrotum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið

„Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja.

Atvinnulíf