Ljósleiðaradeildin

Fréttamynd

Dusty rúllaði Ármanni upp

Stórmeistarar Dusty léku sinn fyrsta leik í Vodafonedeildinni í CS:GO í gærkvöldi. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Ármann 16-3 í afar einhliða leik.

Rafíþróttir
Fréttamynd

XY kreysti fram sigur gegn Sögu

XY hafði betur eftir æsispennandi leik gegn Sögu í Vodafonedeildinni í CS:GO. Eftir frábæra byrjun hjá XY komst Saga yfir í upphafi síðari hálfleiks þar sem allt var í járnum fram að leikslokum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

XY með 15 lotur í röð og KR lagði loks Dusty

Sýnt var frá þremur leikjum í 14. og síðustu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Þór sendi Fylki í umspilssæti, XY lagði hafið með rosalegri endurkomu og Dusty tapaði sínum fyrsta og síðasta leik tímabilsins gegn feiknarsterkum KR-ingum.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni

Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar.

Rafíþróttir
Fréttamynd

XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR

Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn

Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Ó­vænt endur­koma XY og KR skildi Fylki eftir í rykinu

Sýnt var frá þremur leikjum í 9. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Enn og aftur er það Dusty sem tróna ósigraðir á toppnum eftir sigur á liði Tindastóls. Fast á hælana eru þó KR-ingar í fantastuði sem léku sér að Fylkismönnum og úrslitin í leik Þórs og XY réðust ekki fyrr en í framlengingu þar sem XY hafði betur. Úrslitin í leikjum umferðarinnar voru ekki óvænt og er staða í deildinni óbreytt frá því í síðustu umferð.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Flug­elda­sýning hjá KR en Du­sty enn á toppnum

Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Du­sty vann toppslaginn og ný­ráðinn þjálfari Aur­ora stóð við stóru orðin

Sýnt var frá þremur leikjum í 7. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR tókust á í toppslagnum og hafði Dusty betur og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sannfærandi sigri á Hafinu. Nýráðinn þjálfari Aurora hafði lofað því að liðið bæri sigur úr býtum í kvöld og vann Aurora sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Du­sty pakkaði Hafinu og XY með góða endur­komu

Sýnt var frá þremur leikjum í 6. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Ekkert lát er á sigurgöngu Dusty sem vann öruggan sigur á Hafinu, og XY tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Fylki.

Rafíþróttir
Fréttamynd

Dusty Stórmeistarar

Stálin stinn mættust í úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar. Þar tókust á lið Dusty og Hafsins í hörkuspennandi viðureign. Eftir að Dusty hafði betur í Vertigo sem var þeirra kortaval var leiðinni haldið í Dust2, val Hafsins.

Rafíþróttir