Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári

Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir.

Innlent
Fréttamynd

Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu

Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðja á páskum 2020

Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini.

Skoðun
Fréttamynd

For­stjóri Land­spítalans varar sér­stak­lega við Co­vid-gríni

„Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fagna deildarmeistaratitli heima í stofu

Útbreiðsla kórónaveirufaraldursins hefur haft mikil áhrif á íþróttastarf á Íslandi og hafa forráðamenn handknattleiks- og körfuknattleiksdeilda gripið til ýmissa ráða til að takmarka tekjumissi í kjölfar þess að keppni í öllum deildum hefur verið blásin af.

Sport
Fréttamynd

Nýtt til­felli ebóla stað­fest í Austur-Kongó

Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Svona var 42. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins

Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Til­rauna­lyf vekur vonir

Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead.

Erlent