Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn

Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna

Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi

Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin

Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Fólkið sem má ekki hitta neinn

Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni.

Innlent
Fréttamynd

Eldsneytissala dregst saman um 68%

Sala á eldsneyti dróst saman um 42% á milli marsmánaða 2019 og 2020. Meðal dagleg sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.

Bílar
Fréttamynd

Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana

Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis.

Erlent
Fréttamynd

Veiran greindist í minkum í Hollandi

Búið er að loka vegi sem liggur nálægt búunum til að minnka líkurnar á að minkarnir smiti út frá sér. Það er þó talið ólíklegt að dýr geti smitað mannfólk af veirunni.

Erlent
Fréttamynd

Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri

Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Flestar tölur á pari við það sem búast mátti við

Sóttvarnalæknir segir að miðað við tölfræði frá Hubei-héraði í Kína, þar sem talið er að faraldur kórónuveirunnar eigi upptök sín, séu tölur hér á landi að mestu á pari við það sem búist var við áður en að faraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda­upp­sagnir hjá Icelandair eftir helgi

Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að fara í slökkvi­starf núna“

Hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var efnahagsástandið rætt umbúðalaust. Hagfræðingarnir tveir voru sammála um að ríkið þurfi að gera meira fyrir fyrirtækin í landinu.

Innlent