Play

Fréttamynd

Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára

Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play bætir við á­fanga­stað í Þýska­landi

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík

Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli

„Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sátu eftir á Ali­cante eftir að fluginu var flýtt

Ís­lenskt par varð eftir á Ali­cante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flug­fé­laginu Play var flýtt um fimm klukku­stundir vegna ó­veðurs. Þau sakna þess að hafa fengið til­kynningu frá flug­fé­laginu. Flug­fé­lagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flug­miðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi.

Neytendur
Fréttamynd

Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára

Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er að verða þjóð­hags­lega mikil­vægt fyrir­tæki“

Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi sem bjóði þing­mönnum upp á spillingu

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn fá punkta á sitt kort fyrir flug­ferðir greiddar af ríkinu

Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. 

Innlent
Fréttamynd

Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Á­rósa

Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“

„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Viðskipti innlent