„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:09 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira