Innlent Hross skemmdu golfvöll Töluverðar skemmdir urðu af völdum hrossa á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum. Unnið hefur verið að lagfæringum, en tíma tekur að græða upp traðkið eftir hrossin. Innlent 13.10.2005 19:26 Skuldahali fellur á ríkið Ríkissjóður greiðir upp tugmilljóna skuld Tækniháskóla Íslands þegar hann sameinast Háskólanum í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þetta bætist við samtals 225 milljóna króna framlag ríkisins til skólans síðustu þrjú ár sem ætlað hefur verið til að greiða niður skuldir hans. Innlent 13.10.2005 19:26 BÍ lýsir yfir vonbrigðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir vonbrigðum og áhyggjum yfir því að leggja eigi norræna blaðamannaskólann í Árósum niður. Stjórnin telur ákvörðunina vanhugsaða, enda liggi ekkert fyrir um hvernig starfseminni verði haldið áfram þegar skólinn líði undir lok. Innlent 13.10.2005 19:25 Hrun Framsóknar í norðurkjördæmum Framsóknarflokkurinn tapar rúmlega tuttugu prósentustiga fylgi í norðausturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Flokkurinn mælist nú með 12,3 prósenta fylgi en í síðustu alþingiskosningum hlaut hann 32,8 prósent. Hefur hann því tapað 20,5 prósenta fylgi í kjördæminu frá því í kosningunum ef marka má könnun Gallup. Innlent 13.10.2005 19:25 Sniðgangi tilmæli eftirlitsins Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Rússnesk mótorhjól til sýnis Ural.is hefur hafið innflutning á rússneskum mótorhjólum og verða hjólin til sýnis að Hólshrauni 7 Hafnarfirði, aftan við Fjarðarkaup, við hliðina á nýju slökkvistöðinni. Hjólin eru mjög óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upprunalegu útliti en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. Lífið 13.10.2005 19:25 Forsætisráðherrar funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu saman í Danmörku í gær til að sitja árlegan sumarfund forsætisráðherranna. Fundurinn fer fram á Falsled Kro á Fjóni og lýkur honum í dag. Innlent 13.10.2005 19:25 Varúð gegn spánarsnigli Full ástæða er til að óttast að spánarsnigillinn illræmdi hafi þegar numið land hér. Hann er mjög stór, étur allt sem fyrir verður og skilur eftir sviðna jörð. Tveir sniglar hafa fundist hér, annar í Vesturbænum en hinn í Ártúnsholti. Innlent 13.10.2005 19:25 Hefur ekki lagalegar heimildir Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 13.10.2005 19:25 Björgunarskip sækir sjómann Maður slasaðist á andliti um borð á bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum aðfaranótt mánudags og var fluttur með Ingibjörgu björgunarskipi Landsbjargar til Hafnar í Hornafirði. </font /> Innlent 13.10.2005 19:25 SUS 75 ára Samband ungra sjálfstæðismanna var 75 ára í gær og af því tilefni var efnt til hátíðarstjórnarfundar á Þingvöllum. Sambandið var stofnað árið 1930 í Hvannagjá á Þingvöllum og var fyrsti formaðurinn Torfi Hjartarson. Innlent 13.10.2005 19:25 Stóðum við skuldbindingar Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Tímamót í Skagafirði Fjölmiðlafundur verður haldinn á morgun vegna undirritunar samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði. Í tilkynningu segir að þetta séu merk tímamót í menningarlífi Skagfirðinga og muni styrkja það kraftmikla menningarstarf sem fram fer í Miðgarði og víðar í Skagafirði. Innlent 13.10.2005 19:25 Eðlilegur fréttaflutningur Eiríkur Jónsson, blaðamaður <em>Hér og nú</em>, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og Nú. Innlent 13.10.2005 19:25 Tilboð RÚV og 365 samþykkt Póst- og fjarskiptastofnun hefur gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins og 365 ljósvakamiðla í UHF-tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu. Tíu rásir voru boðnar út til útsendinga samkvæmt DVB-T staðli og rann tilboðsfrestur út 31. maí. Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð. Innlent 13.10.2005 19:25 Laxness-málið kært til hæstaréttar Lögmaður Auðar Laxness hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Um er að ræða mál sem Auður höfðaði á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor þar sem hann var sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Laxness, auk þess sem hann hefði notað verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Innlent 13.10.2005 19:25 Með stærstu mannvirkjum landsins Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Innlent 13.10.2005 19:25 Flutti viðskiptin úr SPH Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur flutt bankaviðskipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar yfir í Kaupþing banka og sparar með því u.þ.b. sextíu milljónir króna í þjónustugjöld á ári, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í viðtali við fréttastofuna í morgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25 Ísland opnasta land í Evrópu Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:25 Rafmagnslaust í Vesturbænum Rafmagn fór af Grandahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Grafa skemmdi háspennustreng á Hólmaslóð og fór rafmagnið af um hálf tíu leytið. Innlent 13.10.2005 19:25 Landssíminn dæmdur í Héraðsdómi Landssíminn var í Héraðsdómi í dag dæmdur til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma milljón króna fyrir afnot af lóð undir fjarskiptamastur í tæp þrjú ár. Lóðin hefur verið í eigu Gullvers síðan maí árið 2001 þegar fyrirtækið keypti hana af ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:25 Tveir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar. Innlent 13.10.2005 19:25 Bílvelta í Norðurárdal Ökumaður bíls slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöldi. Tildrög voru þau að hann hafði misst bílinn út af malbikinu öðru megin og sveigði hann langt inn á veginn aftur, en þá kom bíll á móti þannig að hann sveigði aftur út af til þess að koma í veg fyrir árekstur. Við það valt bíllinn. Innlent 13.10.2005 19:25 Síminn skylt að greiða leigu Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum sem leigu vegna fjarskiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers. Innlent 13.10.2005 19:25 Málssókn undirbúin af krafti Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa málssókn nokkurra manna, sem eiga og reka fasteigasölur, á hendur ríkinu, að sögn Halldórs Backmans héraðsdómslögmanns. Innlent 13.10.2005 19:25 Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu <em>Hér og nú</em> ætti ekki að líðast hér á landi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba Morthens og fjölskyldu hans. Innlent 13.10.2005 19:25 Regnbogabörn fordæma fjölmiðla Samtökin Regnbogabörn fordæma þá fjölmiðla sem hafa það að markmiði sínu að meiða æru þjóðþekktra einstaklinga í landinu og telja að það komi engum að gagni og allir tapi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar viðtals við Bubba Morthens í fréttum Stöðvar 2 í gær. Innlent 13.10.2005 19:25 Allir nýnemar fá skólavist Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Innlent 13.10.2005 19:25 Samtal eða viðtal? Ásgerður Guðmundsdóttir, sem DV og tímaritið Hér og nú, kalla sviknu eiginkonuna í umfjöllun um skilnaðarmál Bubba Morthens, segist aldrei hafa veitt blöðunum viðtal. Þvert á móti segist hún hafa beðist undan umfjöllun um sig til að vernda börnin sín. Innlent 13.10.2005 19:25 « ‹ ›
Hross skemmdu golfvöll Töluverðar skemmdir urðu af völdum hrossa á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum. Unnið hefur verið að lagfæringum, en tíma tekur að græða upp traðkið eftir hrossin. Innlent 13.10.2005 19:26
Skuldahali fellur á ríkið Ríkissjóður greiðir upp tugmilljóna skuld Tækniháskóla Íslands þegar hann sameinast Háskólanum í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þetta bætist við samtals 225 milljóna króna framlag ríkisins til skólans síðustu þrjú ár sem ætlað hefur verið til að greiða niður skuldir hans. Innlent 13.10.2005 19:26
BÍ lýsir yfir vonbrigðum Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir vonbrigðum og áhyggjum yfir því að leggja eigi norræna blaðamannaskólann í Árósum niður. Stjórnin telur ákvörðunina vanhugsaða, enda liggi ekkert fyrir um hvernig starfseminni verði haldið áfram þegar skólinn líði undir lok. Innlent 13.10.2005 19:25
Hrun Framsóknar í norðurkjördæmum Framsóknarflokkurinn tapar rúmlega tuttugu prósentustiga fylgi í norðausturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Flokkurinn mælist nú með 12,3 prósenta fylgi en í síðustu alþingiskosningum hlaut hann 32,8 prósent. Hefur hann því tapað 20,5 prósenta fylgi í kjördæminu frá því í kosningunum ef marka má könnun Gallup. Innlent 13.10.2005 19:25
Sniðgangi tilmæli eftirlitsins Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að krefja hvern einasta stofnfjáreiganda um upplýsingar um eign sína. Þá mælist sjóðsstjórnin óbeint til þess að þeir sniðgangi tilmæli Fjármálaeftirlitsins en feli sjóðsstjórninni að eiga samskipti við opinberar eftirlitsstofnanir. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Rússnesk mótorhjól til sýnis Ural.is hefur hafið innflutning á rússneskum mótorhjólum og verða hjólin til sýnis að Hólshrauni 7 Hafnarfirði, aftan við Fjarðarkaup, við hliðina á nýju slökkvistöðinni. Hjólin eru mjög óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upprunalegu útliti en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. Lífið 13.10.2005 19:25
Forsætisráðherrar funda Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu saman í Danmörku í gær til að sitja árlegan sumarfund forsætisráðherranna. Fundurinn fer fram á Falsled Kro á Fjóni og lýkur honum í dag. Innlent 13.10.2005 19:25
Varúð gegn spánarsnigli Full ástæða er til að óttast að spánarsnigillinn illræmdi hafi þegar numið land hér. Hann er mjög stór, étur allt sem fyrir verður og skilur eftir sviðna jörð. Tveir sniglar hafa fundist hér, annar í Vesturbænum en hinn í Ártúnsholti. Innlent 13.10.2005 19:25
Hefur ekki lagalegar heimildir Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Olían hefur aldrei verið dýrari Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu er farið að hafa veruleg áhrif á hagkerfi ýmissa þjóða en undanfarið hefur verð á tunnu af olíu farið yfir 60 dollara og margir spá enn frekari hækkunum framundan. Erlent 13.10.2005 19:25
Björgunarskip sækir sjómann Maður slasaðist á andliti um borð á bátnum Smáey frá Vestmannaeyjum aðfaranótt mánudags og var fluttur með Ingibjörgu björgunarskipi Landsbjargar til Hafnar í Hornafirði. </font /> Innlent 13.10.2005 19:25
SUS 75 ára Samband ungra sjálfstæðismanna var 75 ára í gær og af því tilefni var efnt til hátíðarstjórnarfundar á Þingvöllum. Sambandið var stofnað árið 1930 í Hvannagjá á Þingvöllum og var fyrsti formaðurinn Torfi Hjartarson. Innlent 13.10.2005 19:25
Stóðum við skuldbindingar Hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka voru færð í reikninga fyrirtækisins meðan þau voru í eigu hans segir í yfirlýsingum frá Peter Gatti, framkvæmdastjóra Hauck & Aufhäuser, sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Tímamót í Skagafirði Fjölmiðlafundur verður haldinn á morgun vegna undirritunar samkomulags um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði. Í tilkynningu segir að þetta séu merk tímamót í menningarlífi Skagfirðinga og muni styrkja það kraftmikla menningarstarf sem fram fer í Miðgarði og víðar í Skagafirði. Innlent 13.10.2005 19:25
Eðlilegur fréttaflutningur Eiríkur Jónsson, blaðamaður <em>Hér og nú</em>, neitar því að nokkuð sé óeðlilegt við fréttaflutning blaðsins af fjölskyldumálum Bubba Morthens. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Bubbi ætla að fara í mál við þá sem bæru ábyrgð á forsíðufréttum Hér og Nú. Innlent 13.10.2005 19:25
Tilboð RÚV og 365 samþykkt Póst- og fjarskiptastofnun hefur gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins og 365 ljósvakamiðla í UHF-tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu. Tíu rásir voru boðnar út til útsendinga samkvæmt DVB-T staðli og rann tilboðsfrestur út 31. maí. Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð. Innlent 13.10.2005 19:25
Laxness-málið kært til hæstaréttar Lögmaður Auðar Laxness hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Um er að ræða mál sem Auður höfðaði á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor þar sem hann var sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Laxness, auk þess sem hann hefði notað verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Innlent 13.10.2005 19:25
Með stærstu mannvirkjum landsins Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Innlent 13.10.2005 19:25
Flutti viðskiptin úr SPH Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur flutt bankaviðskipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar yfir í Kaupþing banka og sparar með því u.þ.b. sextíu milljónir króna í þjónustugjöld á ári, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í viðtali við fréttastofuna í morgun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:25
Ísland opnasta land í Evrópu Rauði krossinn gerir ekki miklar athugasemdir við hvernig flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna er framfylgt hér á landi og segir Ísland eitt opnasta land Evrópu. Innlent 13.10.2005 19:25
Rafmagnslaust í Vesturbænum Rafmagn fór af Grandahverfi í Vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Grafa skemmdi háspennustreng á Hólmaslóð og fór rafmagnið af um hálf tíu leytið. Innlent 13.10.2005 19:25
Landssíminn dæmdur í Héraðsdómi Landssíminn var í Héraðsdómi í dag dæmdur til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma milljón króna fyrir afnot af lóð undir fjarskiptamastur í tæp þrjú ár. Lóðin hefur verið í eigu Gullvers síðan maí árið 2001 þegar fyrirtækið keypti hana af ríkinu. Innlent 13.10.2005 19:25
Tveir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo ökumenn í nótt eftir að þeir höfðu mælst á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, Annar mældist á 124 kílómetra hraða og hinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er í báðum tilvikum 60 kílómetrar. Innlent 13.10.2005 19:25
Bílvelta í Norðurárdal Ökumaður bíls slasaðist, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans valt út af þjóðveginum í Norðurárdal í gærkvöldi. Tildrög voru þau að hann hafði misst bílinn út af malbikinu öðru megin og sveigði hann langt inn á veginn aftur, en þá kom bíll á móti þannig að hann sveigði aftur út af til þess að koma í veg fyrir árekstur. Við það valt bíllinn. Innlent 13.10.2005 19:25
Síminn skylt að greiða leigu Landssíma Íslands var í gær gert að greiða fyrirtækinu Gullveri frá Stykkishólmi rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum sem leigu vegna fjarskiptamasturs fyrirtækisins á lóð Gullvers. Innlent 13.10.2005 19:25
Málssókn undirbúin af krafti Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa málssókn nokkurra manna, sem eiga og reka fasteigasölur, á hendur ríkinu, að sögn Halldórs Backmans héraðsdómslögmanns. Innlent 13.10.2005 19:25
Ekkert óeðlilegt við umfjöllunina Fyrrverandi fulltrúa í siðanefnd Blaðamannafélags Íslands finnst að blaðamennska sem er stunduð á tímaritinu <em>Hér og nú</em> ætti ekki að líðast hér á landi. Eiríkur Jónsson, blaðamaður á Hér og nú, segir ekkert óeðlilegt við umfjöllun blaðsins um Bubba Morthens og fjölskyldu hans. Innlent 13.10.2005 19:25
Regnbogabörn fordæma fjölmiðla Samtökin Regnbogabörn fordæma þá fjölmiðla sem hafa það að markmiði sínu að meiða æru þjóðþekktra einstaklinga í landinu og telja að það komi engum að gagni og allir tapi. Yfirlýsingin kemur í kjölfar viðtals við Bubba Morthens í fréttum Stöðvar 2 í gær. Innlent 13.10.2005 19:25
Allir nýnemar fá skólavist Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Innlent 13.10.2005 19:25
Samtal eða viðtal? Ásgerður Guðmundsdóttir, sem DV og tímaritið Hér og nú, kalla sviknu eiginkonuna í umfjöllun um skilnaðarmál Bubba Morthens, segist aldrei hafa veitt blöðunum viðtal. Þvert á móti segist hún hafa beðist undan umfjöllun um sig til að vernda börnin sín. Innlent 13.10.2005 19:25