Innlent Glannaskapur í rekstri FL Group Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27 Gill fékk 2 mánuði skilorðsbundið Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm um hádegisbil í máli ákæruvaldsins gegn Paul Gill sem, ásamt tveimur Íslendingum, var ákærður fyrir að sletta grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli. Gill var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en skaðabótakröfu Flugleiðahótela upp á rúmar tvær milljónir króna var vísað frá. Innlent 13.10.2005 19:27 Missti bílinn út af og slasaðist Kona slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hún missti hægra hjól bíls síns út af bundnu slitlagi á Vesturlandsvegi í grennd við Langá á Mýrum í gærkvöld. Konan reyndi að snöggbeygja inn á veginn aftur en við það missti hún stjórn á bílnum sem reif sig upp á veginn og fór öfugu megin út af. Innlent 13.10.2005 19:27 Flytja lax upp fyrir Elliðavatn Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni. Innlent 13.10.2005 19:27 Duran Duran tryllti lýðinn Um ellefu þúsund manns mættu á tónleika Duran Duran í Egilshöll í gærkvöldi og gekk allt vel nema hvað umferð var nokkuð hæg í Grafarvogi bæði fyrir og eftir tónleikana. Hljómsveitin lék ný lög og ekki síður gamla smelli sem hrifu hjörtu íslenskra ungmeyja fyrir tuttugu árum. Lífið 13.10.2005 19:27 Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu Fyrsta helgin í júlí hefur verið önnur stærsta ferðahelgi sumarsins og safnast fólk saman á víða á landinu. Lögreglan er með auka viðbúnað á nokkrum stöðum þar sem búist er við mannmergð, auk herts umferðareftirlits í tengslum við umferðarátak Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:27 Kannabisræktun í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabisplöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi. Innlent 13.10.2005 19:27 Áminning er ekki nóg "Biskupsstofa hefur fyrirgert öllu trausti af hálfu sóknarprests til að taka á þessu viðkvæma máli," segir í yfirlýsingu sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar Péturssonar, sóknarprests í Garðasókn, sendi út fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:27 Fimm slasaðir eftir bílslys Fimm slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar fólksbíll og jeppabifreið rákust saman í brekkunni við Hveradali um fimmleytið í dag. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu út en allir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Að svo stöddu hafa ekki fengist upplýsingar um líðan fólksins. Innlent 13.10.2005 19:27 Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Maður var dæmdur í 12 mánaða fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gagnvart ungu stúlkubarni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Barnið leit á manninn sem afa sinn og sjálfur bar hann fyrir dómi að hafa litið á stúlkuna sem barnabarn sitt. Innlent 13.10.2005 19:27 Talsmaður neytenda skipaður Gísli Tryggvason var skipaður talsmaður neytenda frá og með deginum í dag til næstu fimm ára. Gísli lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:27 Tvær kærur felldar niður Ríkissaksóknari úrskurðar innan mánaðar hvort kærur á Sandgerðisbæ verði teknar til greina eftir að Sýslumaðurinn í Keflavík vísaði þeim frá. Innlent 13.10.2005 19:27 Gill unir skyrslettudómi Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Innlent 13.10.2005 19:27 Efast um hæfi saksóknara Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir harðlega rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á honum og fleirum í tengslum við meint brot gegn fyrirtækinu. Hann segir líta út sem lögregla hafi reynt að réttlæta illa ígrundað upphaf málsins með því að leita að sakarefnum. Innlent 13.10.2005 19:27 Ofvitinn og Druslan í Skorradal Ekki er ólíklegt að Ofvitinn og Druslan verði á Indriðastöðum í Skorradal um helgina, eina stærstu ferðahelgi ársins, en þangað stefnir Félag húsbílaeigenda í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér ferðir þessara tveggja ásamt fjölda annarra húsbíla sem bera álíka skemmtileg nöfn en alls eru húsbílaeigendur hér á landi orðnir 800 talsins. Innlent 13.10.2005 19:27 Sex ákærðir í Baugsmálinu Ákæra Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu er í 40 liðum og snertir auðgunarkafla almennra hegningarlaga, lög um bókhald, ársreikninga, hlutafélög og tollalög. Stjórn Baugs segist standa með ákærðu og undirbýr skaðabótamál á hendur ríkinu. Rannsókn lögreglu sætir gagnrýni fyrir tíma og tengsl rannsakanda og ákæranda. Innlent 13.10.2005 19:27 Ákærður í Ásláksmáli Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 12. desember 2004 á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ, slegið annan mann hnefahöggi efst í háls vinstra megin með þeim afleiðingum að brot kom í hálshryggjarlið og slagæð við hálshrygg rofnaði. Innlent 13.10.2005 19:27 Lögreglan varar við innbrotum Mjög mikilvægt er að ganga vel frá húsum sínum þegar farið er í frí segir Arinbjörn Snorrason aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fyrstu helgina í júlí leggja margir land undir fót og þá er mikilvægt að tryggja sig gegn innbrotum. Innlent 13.10.2005 19:27 Sögðu sig úr stjórn FL Group Þrír stjórnarmenn í stjórn FL Group, sem rekur meðal annars Flugleiðir, sögðu sig úr stjórninni í gær vegna óánægju með störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greinir frá þessu og jafnframt að fjárfestingafélagið Saxsteinn hafi selt fjórðungshlut sinn í FL Group. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26 Skipt um alla nema Hannes? Búist er við að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á væntanlegum hluthafafundi. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær, m.a. vegna ágreinings við stjórnarformanninn um reksturinn og hlutaféð á bakvið hina þrjá hefur verið selt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27 Leigubílstjórar sækja um hækkun Dísillítrinn er nú á nánast sama verði og bensínlítrinn en lög um olíugjald og kílómetragjald tóku gildi á miðnætti og hækkaði þá dísillítrinn um 51 krónu. Leigubílstjórar hafa sótt um hækkun í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 19:27 Enn beðið eftir FARICE sæstrengnum Netnotendur Símans og OgVodafone hafa orðið varir við hægari umferð vegna þess að samband Íslands um FARICE sæstrenginn liggur niðri. Að sögn forsvarsmanna FARICE verður ekki gert við strenginn fyrr en aðfaranótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 19:27 Jörð stækkar og minnkar Jörð í Suðursveit stækkar og minnkar eftir því hvort Breiðamerkurjökull skríður eða hopar. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í morgun í þjóðlendumáli. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 19:27 Davíð afhent hvíta bandið Davíð Oddssyni utanríkisráðherra var í dag afhent „hvíta bandið“, armband sem tengist baráttunni um að brúa þá gjá sem er á milli ríkra og snauðra í heiminum. Þetta átti sér stað í höfuðstöðvum BSRB en í dag er fyrsti baráttudagurinn af nokkrum sem kenndir eru við hvíta bandið. Innlent 13.10.2005 19:27 Lögregla eykur eftirlit um helgina Búist er við mikilli umferð um allt land um helgina og að umferð á vegum fari að aukast verulega upp úr hádegi í dag. Lögregla ætlar að auka eftirlit til muna og verða hreyfanlegri en áður, þ.e. að fylgja fólksstraumnum. Innlent 13.10.2005 19:27 Baugur í skaðabótamál við ríkið Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:27 Viðgerð frestað til sunnudags Viðgerð á Farice-sæstrengnum, sem rofnaði við Edinborg í Skotlandi í gær og olli töf og truflun á talsímaumferð og netsambandi héðan við útlönd í gærmorgun, mun líklega ekki fara fram fyrr en aðfararnótt sunnudags. Innlent 17.10.2005 23:41 Miklu munar á verslunum Úrval af lífrænum matvörum í verslunum hér er takmarkað og vörurnar mun dýrari en hefðbundnar matvörur, samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Innlent 13.10.2005 19:27 Dísilolían aðeins 20 aurum ódýrari Dísilolían, sem hækkaði um ríflega hundrað prósent í verði í morgun, er aðeins 20 aurum ódýrari en bensín á sjálfsafgreiðslustöðvum í borginni. Sem kunnugt er greiddu menn ákveðinn þungaskatt af dísilbílum, óháð ákstri, en á móti var dísilolían mun ódýari en bensín. Innlent 13.10.2005 19:27 Opið prófkjör Framsóknar "Ég legg til að framsóknarmenn í Reykjavík haldi opið prófkjör svo að borgarbúar geti sjálfir valið okkar borgarfulltrúa," segir Þorlákur Björnsson formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann á einnig sæti í viðræðunefnd. Innlent 13.10.2005 19:27 « ‹ ›
Glannaskapur í rekstri FL Group Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27
Gill fékk 2 mánuði skilorðsbundið Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm um hádegisbil í máli ákæruvaldsins gegn Paul Gill sem, ásamt tveimur Íslendingum, var ákærður fyrir að sletta grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli. Gill var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en skaðabótakröfu Flugleiðahótela upp á rúmar tvær milljónir króna var vísað frá. Innlent 13.10.2005 19:27
Missti bílinn út af og slasaðist Kona slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hún missti hægra hjól bíls síns út af bundnu slitlagi á Vesturlandsvegi í grennd við Langá á Mýrum í gærkvöld. Konan reyndi að snöggbeygja inn á veginn aftur en við það missti hún stjórn á bílnum sem reif sig upp á veginn og fór öfugu megin út af. Innlent 13.10.2005 19:27
Flytja lax upp fyrir Elliðavatn Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni. Innlent 13.10.2005 19:27
Duran Duran tryllti lýðinn Um ellefu þúsund manns mættu á tónleika Duran Duran í Egilshöll í gærkvöldi og gekk allt vel nema hvað umferð var nokkuð hæg í Grafarvogi bæði fyrir og eftir tónleikana. Hljómsveitin lék ný lög og ekki síður gamla smelli sem hrifu hjörtu íslenskra ungmeyja fyrir tuttugu árum. Lífið 13.10.2005 19:27
Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu Fyrsta helgin í júlí hefur verið önnur stærsta ferðahelgi sumarsins og safnast fólk saman á víða á landinu. Lögreglan er með auka viðbúnað á nokkrum stöðum þar sem búist er við mannmergð, auk herts umferðareftirlits í tengslum við umferðarátak Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:27
Kannabisræktun í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona á fimmtugsaldri voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að eiga og rækta kannabisplöntur í haughúsi undir fjósi á sveitabæ í Ölfusi. Innlent 13.10.2005 19:27
Áminning er ekki nóg "Biskupsstofa hefur fyrirgert öllu trausti af hálfu sóknarprests til að taka á þessu viðkvæma máli," segir í yfirlýsingu sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar Péturssonar, sóknarprests í Garðasókn, sendi út fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:27
Fimm slasaðir eftir bílslys Fimm slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar fólksbíll og jeppabifreið rákust saman í brekkunni við Hveradali um fimmleytið í dag. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu út en allir voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Að svo stöddu hafa ekki fengist upplýsingar um líðan fólksins. Innlent 13.10.2005 19:27
Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot Maður var dæmdur í 12 mánaða fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gagnvart ungu stúlkubarni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Barnið leit á manninn sem afa sinn og sjálfur bar hann fyrir dómi að hafa litið á stúlkuna sem barnabarn sitt. Innlent 13.10.2005 19:27
Talsmaður neytenda skipaður Gísli Tryggvason var skipaður talsmaður neytenda frá og með deginum í dag til næstu fimm ára. Gísli lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:27
Tvær kærur felldar niður Ríkissaksóknari úrskurðar innan mánaðar hvort kærur á Sandgerðisbæ verði teknar til greina eftir að Sýslumaðurinn í Keflavík vísaði þeim frá. Innlent 13.10.2005 19:27
Gill unir skyrslettudómi Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Innlent 13.10.2005 19:27
Efast um hæfi saksóknara Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir harðlega rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á honum og fleirum í tengslum við meint brot gegn fyrirtækinu. Hann segir líta út sem lögregla hafi reynt að réttlæta illa ígrundað upphaf málsins með því að leita að sakarefnum. Innlent 13.10.2005 19:27
Ofvitinn og Druslan í Skorradal Ekki er ólíklegt að Ofvitinn og Druslan verði á Indriðastöðum í Skorradal um helgina, eina stærstu ferðahelgi ársins, en þangað stefnir Félag húsbílaeigenda í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2 kynnti sér ferðir þessara tveggja ásamt fjölda annarra húsbíla sem bera álíka skemmtileg nöfn en alls eru húsbílaeigendur hér á landi orðnir 800 talsins. Innlent 13.10.2005 19:27
Sex ákærðir í Baugsmálinu Ákæra Ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu er í 40 liðum og snertir auðgunarkafla almennra hegningarlaga, lög um bókhald, ársreikninga, hlutafélög og tollalög. Stjórn Baugs segist standa með ákærðu og undirbýr skaðabótamál á hendur ríkinu. Rannsókn lögreglu sætir gagnrýni fyrir tíma og tengsl rannsakanda og ákæranda. Innlent 13.10.2005 19:27
Ákærður í Ásláksmáli Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 12. desember 2004 á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ, slegið annan mann hnefahöggi efst í háls vinstra megin með þeim afleiðingum að brot kom í hálshryggjarlið og slagæð við hálshrygg rofnaði. Innlent 13.10.2005 19:27
Lögreglan varar við innbrotum Mjög mikilvægt er að ganga vel frá húsum sínum þegar farið er í frí segir Arinbjörn Snorrason aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fyrstu helgina í júlí leggja margir land undir fót og þá er mikilvægt að tryggja sig gegn innbrotum. Innlent 13.10.2005 19:27
Sögðu sig úr stjórn FL Group Þrír stjórnarmenn í stjórn FL Group, sem rekur meðal annars Flugleiðir, sögðu sig úr stjórninni í gær vegna óánægju með störf Hannesar Smárasonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greinir frá þessu og jafnframt að fjárfestingafélagið Saxsteinn hafi selt fjórðungshlut sinn í FL Group. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:26
Skipt um alla nema Hannes? Búist er við að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á væntanlegum hluthafafundi. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær, m.a. vegna ágreinings við stjórnarformanninn um reksturinn og hlutaféð á bakvið hina þrjá hefur verið selt. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:27
Leigubílstjórar sækja um hækkun Dísillítrinn er nú á nánast sama verði og bensínlítrinn en lög um olíugjald og kílómetragjald tóku gildi á miðnætti og hækkaði þá dísillítrinn um 51 krónu. Leigubílstjórar hafa sótt um hækkun í kjölfarið. Innlent 13.10.2005 19:27
Enn beðið eftir FARICE sæstrengnum Netnotendur Símans og OgVodafone hafa orðið varir við hægari umferð vegna þess að samband Íslands um FARICE sæstrenginn liggur niðri. Að sögn forsvarsmanna FARICE verður ekki gert við strenginn fyrr en aðfaranótt sunnudags. Innlent 13.10.2005 19:27
Jörð stækkar og minnkar Jörð í Suðursveit stækkar og minnkar eftir því hvort Breiðamerkurjökull skríður eða hopar. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í morgun í þjóðlendumáli. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 19:27
Davíð afhent hvíta bandið Davíð Oddssyni utanríkisráðherra var í dag afhent „hvíta bandið“, armband sem tengist baráttunni um að brúa þá gjá sem er á milli ríkra og snauðra í heiminum. Þetta átti sér stað í höfuðstöðvum BSRB en í dag er fyrsti baráttudagurinn af nokkrum sem kenndir eru við hvíta bandið. Innlent 13.10.2005 19:27
Lögregla eykur eftirlit um helgina Búist er við mikilli umferð um allt land um helgina og að umferð á vegum fari að aukast verulega upp úr hádegi í dag. Lögregla ætlar að auka eftirlit til muna og verða hreyfanlegri en áður, þ.e. að fylgja fólksstraumnum. Innlent 13.10.2005 19:27
Baugur í skaðabótamál við ríkið Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:27
Viðgerð frestað til sunnudags Viðgerð á Farice-sæstrengnum, sem rofnaði við Edinborg í Skotlandi í gær og olli töf og truflun á talsímaumferð og netsambandi héðan við útlönd í gærmorgun, mun líklega ekki fara fram fyrr en aðfararnótt sunnudags. Innlent 17.10.2005 23:41
Miklu munar á verslunum Úrval af lífrænum matvörum í verslunum hér er takmarkað og vörurnar mun dýrari en hefðbundnar matvörur, samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Innlent 13.10.2005 19:27
Dísilolían aðeins 20 aurum ódýrari Dísilolían, sem hækkaði um ríflega hundrað prósent í verði í morgun, er aðeins 20 aurum ódýrari en bensín á sjálfsafgreiðslustöðvum í borginni. Sem kunnugt er greiddu menn ákveðinn þungaskatt af dísilbílum, óháð ákstri, en á móti var dísilolían mun ódýari en bensín. Innlent 13.10.2005 19:27
Opið prófkjör Framsóknar "Ég legg til að framsóknarmenn í Reykjavík haldi opið prófkjör svo að borgarbúar geti sjálfir valið okkar borgarfulltrúa," segir Þorlákur Björnsson formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann á einnig sæti í viðræðunefnd. Innlent 13.10.2005 19:27