Innlent

Opið prófkjör Framsóknar

"Ég legg til að framsóknarmenn í Reykjavík haldi opið prófkjör svo að borgarbúar geti sjálfir valið okkar borgarfulltrúa," segir Þorlákur Björnsson formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann á einnig sæti í viðræðunefnd. Hann segir umræðuna hafa verið á þá vegu að framsóknarmenn séu hræddir við dóm kjósenda vegna skoðanakannanna að undanförnu en með þessu vilji hann sannreyna að þeir treysti borgarbúum mæta vel til að meta störf flokksins. Spurður hvort R-lista flokkarnir séu farnir að huga að kosningum hver með sínu sniði segir Þorlákur það aðeins eðlilegt að flokkarnir noti sína aðferð við að koma sér saman um menn og hann telur að opið prófkjör sé eins og komið er hentugasta leiðin fyrir framsóknarmenn hvort sem þeir verði innan R-listans eða ekki. Alferð Þorsteinsson segir þetta vera bestu tíðindi sem hann hafi heyrt lengi frá forystu flokksins og vonast hann eindregið til að orðið verði við tillögunni. Hann segist ekki vera smeykur við að leggja verk sín hjá Orkuveitunni undir dóm borgarbúa enda hafi umsvifin þar treyst atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×