Innlent

Áminning er ekki nóg

"Biskupsstofa hefur fyrirgert öllu trausti af hálfu sóknarprests til að taka á þessu viðkvæma máli," segir í yfirlýsingu sem Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar Péturssonar, sóknarprests í Garðasókn, sendi út fyrir helgi. Hann telur áminningu biskupsstofu á hendur djákna, presti, formanni og varaformanni sóknarnefndar ónóga. "Það hvernig biskupsstofa gerir lítið úr brotum fjórmenninganna er enn eitt dæmið um óeðlileg afskipti embættisins af málinu," segir hann og átelur biskup fyrir að víkja ekki sæti í umfjöllun um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×