Innlent

Leigubílstjórar sækja um hækkun

Dísillítrinn er nú á nánast sama verði og bensínlítrinn en lög um olíugjald og kílómetragjald tóku gildi á miðnætti og hækkaði þá dísillítrinn um 51 krónu. Leigubílstjórar hafa sótt um hækkun í kjölfarið. Dísillítrinn hefur hækkað um 51 krónu eða ein hundrað prósent. Dísillítrinn er því aðeins 20 aurum ódýrari en bensín á sjálfsafgreiðslustöðvum í borginni og kostar þar um 109 krónur. Bílar sem vega yfir 10 tonn þurfa þó enn að greiða sérstakt kílómetragjald. Það er því lítill verðmunur á bensín- og dísillítranum og kemur þetta illa við þá sem aka dísilbílum mjög mikið, eins og leigubílstjórum. Þorlákur Oddsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að nettó sé þetta 1-2 mánaða laun eða 200-300 þúsund króna tekjurýrnun á ári hjá meðaltalsbíl. Spurður hvort þetta þýði hækkun á leigubílagjaldi segir Þorlákur að Samkeppnisstofnun stjórni því. Umsókn um hækkun sé hins vegar tilbúin hjá Frama og verði hún send stofnuninni eftir helgi.     ... segir Þorlákur Oddsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×