Innlent

Lögreglan varar við innbrotum

Mjög mikilvægt er að ganga vel frá húsum sínum þegar farið er í frí segir Arinbjörn Snorrason aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fyrstu helgina í júlí leggja margir land undir fót og þá er mikilvægt að tryggja sig gegn innbrotum. "Faglegir þjófar kíkja eftir atriðum eins og uppsöfnuðum pósti og tómum sorptunnum," segir Arinbjörn. Hann bætir við að einfalt geti verið fyrir fólk að verja sig gegn innbrotsþjófum með hjálp frá nágrönnum og ættingjum. Til dæmis geti verið auðvelt fyrir fólk að taka létta og verðmæta hluti og setja í geymslu til fólks vina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×